Hrafnhildur

ættleidd Frá Kína

Fyrirlestraröð Konfúsíusarstofnunar og Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) sem ber yfirskriftina ‘Snarl og spjall um Kína’ heldur áfram á nýju ári. Í gær reið á vaðið Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir, nemi á öðru ári í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Hrafnhildur

Hrafnhildur er ættleidd frá Kína og hefur búið á Íslandi frá því hún var 14 mánaða. Hún fjallaði stuttlega um ættleiðingar hérlendis og deildi með áheyrendum sinni upplifun af uppvexti á Íslandi með annað útlit og bakgrunn en flestir. Frásögn Hrafnhildar var í senn mikilvæg og skemmtileg þar sem hún sagði af yfirvegun frá sinni reynslu og ferð þeirra mæðgna aftur til Kína 2011. Hún sýndi myndir og las bæði brot úr dagbók móður sinnar við upphaf ættleiðingarinnar og úr eigin dagbókarskrifum frá ferðalaginu á gamlar slóðir.
HrafnhildurHrafnhildur
Vegna fjölda gesta var viðburðurinn færður yfir í fyrirlestrasal Veraldar. Við þökkum Hrafnhildi og áheyrendum kærlega fyrir komuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *