Rottuár

Fögnum Kínverska Nýárinu

Allir velkomnir að fagna ári rottunnar

Framundan eru tveir viðburðir til að fagna hinu kínverska nýári.
Rottuár
Konfúsíusarstofnun býður í samstarfi við Kínverska sendiráðið gesti velkomna á opinn dag í Hörpu, á 2. hæð, sunnudaginn 2. febrúar kl. 13:30-16:00. Dagskráin er að venju fjölbreytt og skemmtileg. Allir velkomnir að fagna ári rottunnar.

Nánar má fræðast um viðburðinn á
https://www.facebook.com/events/739002539959684/

Mánudagskvöldið 3. febrúar stendur kínverska sendiráðið fyrir hátíðardagskrá í Háskólabíó sem hefst kl.19:30 og er aðgangur gjaldfrjáls. Þar sem sætafjöldi er takmarkaður þarf að panta miða hjá þeim á netfanginu: chinaemb@simnet.is og tilgreina miðafjölda og póstfang, miðarnir verða svo sendir út með pósti. Fram koma fjöldi listamanna úr listhópi frá Innri Mongólíu sem sýna m. a. hefðbundna dansa og flytja þjóðlagatónlist. Þar verður leikið á hið hefðbundna strengjahljóðfæri „Morin khuur“ og hinn sérstæði barkasöngur sunginn auk fjölda fleiri atriða. Hátíðardagskráin í fyrra var ógleymanleg og er áhugasömum bent á að panta miða fyrir morgundaginn til að tryggja sér sæti.
Rottuár

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *