Aðalfundarboð 2021

Aðalfundur Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) verður haldinn miðvikudaginn 3. nóvember 2021, kl. 18:00 á veitingahúsinu Tian, Grensásvegi 12, 108 Reykjavík.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf, samanber lög félagsins, https://kim.is/log/, auk annarra atriða.

Að loknum aðalfundarstörfum mun Hjörleifur Sveinbjörnsson, sem nýlega gaf út bókina Meðal hvítra skýja – Vísur frá Tang tímanum í Kína 618 til 907, halda fyrirlestur um kínverska ljóðlist.

Um kl 19:00 verður svo kínverskur matur á borðum en verð fyrir hvern einstakling er kr. 4.500. Þeir sem hyggjast taka þátt í kvöldverðinum eru vinsamlega beðnir um að skrá sig eigi síðar en mánudaginn 1. nóvember fyrir kl. 21:00 á netfangið kim@kim.is eða í síma 7644066.

Félagsmenn verða ekki rukkaðir um félagsgjöld í ár vegna aðstæðna síðasta árs.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti – nýir félagsmenn eru hjartanlega velkomnir.

Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram í stjórn, varastjórn eða starfsnefnd eru þeir beðnir um að hafa samband.

Matseðill

Súpa:  Suan La Tan 酸辣汤
Djúpsteikt svínakjöt með grænmeti í súrsætri  sósu  甜酸猪肉
Mongolian lambakjöt 自然羊肉
Vorrúllur 春卷
Kung pao kjúklingur 宫宝鸡
Pönnusteikt grænmeti  炒蔬菜
Steiktir dumplings  煎饺子
Mapo tofu og grænmeti í chili bean sósu  麻婆豆腐
Djúpsteiktar rækjur 炸虾
Ávextir  水果 og Te 茶

Með félagskveðju,

Stjórn KÍM

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *