Fundargerð Aðalfundar Kím 27.10.2022

Aðalfundur KÍM haldinn á Tian 27. október 2022

Á fundinn mættu 14 félagsmenn – stjórnarmenn meðtaldir.

Gísli Jökull Gíslason var kosinn fundarstjóri og Edda Kristjánsdóttir ritari.

Skýrsla formanns, Þorkels Ólafs Árnasonar.
Starfsemi félagsins var í lágmarki fyrrihluta árs vegna covid sóttvarna.

24. febrúar voru Heilsudrekinn, Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og KÍM saman með sýningu þar sem KÍM sá um teathöfn.

4. mars fór Þorkell formaður í viðtal og ræddi um KÍM og Kína hjá hlaðvarpi Konfúsíusarstofnunar.

16. mars var stjórninni boðið til Bessastaða vegna móttöku nýs sendiherra Kína á Íslandi.

15. maí var haldin kínversk teathöfn í Lækjarbotnum með vatni úr tærri lind.

19. október stóð stjórn félagsins fyrir móttöku á heimili Hrafn Gunnlaugssonar, þar sem sendiherra Kína og fleiri gestum úr sendiráðinu var boðið í hefðbundinn íslenskan mat.

2 stjórnarfundir hafa verið haldnir á árinu.

Ársreikningur 2021 lagður fram.
Edda Kristjánsdóttir gjaldkeri gerði grein fyrir ársreikningi 2021. Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af skoðunarmönnum reikninga án athugasemda. Samþykktur á fundinum án athugasemda.

Árgjald félagsins.
Samþykkt var að hafa árgjaldið óbreytt. Gjaldið er því áfram 3.500 kr. fyrir einstakling. Ef tveir félagsmenn á sama heimili borga árgjald borga þeir eitt og hálft gjald. Námsmenn borga 2.500 kr.

Kosningar.
Kjör formanns; Þorkell Ólafur Árnason var kjörinn formaður áfram og Kristján Jónsson varaformaður. 

Meðstjórnendur; Gísli Jökull Gíslason, Guðrún Edda Pálsdóttir og Edda Kristjánsdóttir voru kosin meðstjórnendur.

Varastjórn; Hrafn Gunnlaugsson, Kristján H. Kristjánsson og Þorgerður Anna Björnsdóttir.

Starfsnefnd; Brynhildur Magnúsdóttir.

Skoðunarmenn reikninga; Magnús Björnsson og Vésteinn Ólason, til vara Hans Benjamínsson.

Önnur mál.
Kristján H. upplýsti að Snarl og spjall fari fljótlega af stað aftur og væri margt í bígerð.

Ólöf Úlfarsdóttir sagði frá innflutningi föður síns, Úlfars Nataníelssonar, á flugeldum á árum áður og vináttu fjölskyldunnar og kínverska sendiráðsins á þeim tíma.

Arnþór Helgason, sem sat fundinn, var gerður að heiðursfélaga KÍM og þakkað ómetanlegt starf í þágu félagsins í áratugi.

Fleira var ekki rætt, fundi slitið.

Eftir fundinn sagði Xu Xindan frá íslenskunámi sínu við Háskóla Íslands og lífi sínu og starfi á Íslandi.

Að því loknu snæddu fundarmenn sameiginlegan kvöldverð. He Rulong, sendiherra, ásamt öðrum gesti frá sendiráðinu tóku þátt í kvöldverðinum.

Aðalfundur 2022Aðalfundur 2022Aðalfundur 2022Aðalfundur 2022Aðalfundur 2022Aðalfundur 2022Aðalfundur 2022

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *