Dásamleg Testund

Dásamleg kínversk-íslensk testund

Síðastliðinn sunnudag var haldin kínversk-íslensk testund við skátaskálann á Lækjarbotnum. Skammt frá er tær berglind og var vatnið tekið beint úr henni og notað til að hella upp á hágæða kínverskt pu’er te og hvítt te . Jafnframt var boðið upp á lífrænt brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, bæði hrísgrjónabrauð og brauð unnið úr íslensku korni.

Rigning hafði verið svolítið áhyggjuefni við skipulag dagsins en einmitt síðdegis þennan sunnudag var vor í lofti. Veðrið lék við gesti samkomunnar sem nutu tedrykkjunnar í kyrrð íslenskrar náttúru. Söngskálar ómuðu og hughrífandi tónar. Að lokum voru gerðar tai-chi (太极) æfingar til að vekja upp líkamann. Dásamlegur dagur í alla staði og mögulegt að þetta verði endurtekið síðar.

Við hjá Kínversk-íslenska menningarfélaginu og Konfúsíusarstofnun þökkum Qing í Heilsudrekanum sérstaklega fyrir að láta þessa testund verða að veruleika og þökkum Sigfúsi bakara fyrir brauðið sem hann smurði og gaf gestum að smakka.

Myndir: Heilsudrekinn, KÍM Kínversk-íslenska menningarfélagið, Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og Heilsudrekinn

Continue reading Dásamleg Testund

Náttúruleg Kínversk-íslensk Heilsuvernd

 

Viðburður: Vatn úr bergvatnslind notað til að búa til te skv. kínverskri hefð. Brauði úr lífrænt ræktuðu korni sem meðlæti. Kínversk leikfimi.
Tími: Sunnudaginn 15. maí 2022 kl. 14:00.
Staður: Skátaskálinn Lækjabotnar.
Aðgangur: Ókeypis

Það er gleðiefni að geta loks boðið til viðburðar með vor í lofti. Sunnudaginn 15. maí mun Kínversk-íslenska menningarfélagið (KÍM) og Konfúsíusarstofnun bjóða gestum að njóta kyrrlátrar teathafnar og hugleiðslu á fallegum stað skammt frá Reykjavík. Ætlunin er að vera úti í náttúrunni við skátaskálann á Lækjarbotnum en hægt verður að fara inn í skálann ef rignir og til að nota salerni.  Þar sem ekki eru mjög mörg bílastæði í boði er best ef fólk sameinast í bíla. 

Continue reading Náttúruleg Kínversk-íslensk Heilsuvernd