Garðbúar

Náttúruleg Kínversk-íslensk Heilsuvernd

 

Viðburður: Vatn úr bergvatnslind notað til að búa til te skv. kínverskri hefð. Brauði úr lífrænt ræktuðu korni sem meðlæti. Kínversk leikfimi.
Tími: Sunnudaginn 15. maí 2022 kl. 14:00.
Staður: Skátaskálinn Lækjabotnar.
Aðgangur: Ókeypis

Það er gleðiefni að geta loks boðið til viðburðar með vor í lofti. Sunnudaginn 15. maí mun Kínversk-íslenska menningarfélagið (KÍM) og Konfúsíusarstofnun bjóða gestum að njóta kyrrlátrar teathafnar og hugleiðslu á fallegum stað skammt frá Reykjavík. Ætlunin er að vera úti í náttúrunni við skátaskálann á Lækjarbotnum en hægt verður að fara inn í skálann ef rignir og til að nota salerni.  Þar sem ekki eru mjög mörg bílastæði í boði er best ef fólk sameinast í bíla. 

Skátaskálinn Lækjabotnar
Ekið er til austurs Suðurlandsveg frá Olís við Rauðavatn og beygt til hægri þar sem er blátt umferðarmerki sem á stendur: ,,Sumarhús”. Ekið er til suðurs og beygt til vinstri þar sem er stórt grænt spjald, sem á stendur m.a. ,,SKÓGRÆKTARFÉLAG KÓPAVOGS” og ekið að skátaskálanum. Leiðin er sýnd hér að neðan með korti, ljósmyndum og myndbandi. Það má leggja á túninu innan hliðsins ef það er ekki rigning, en annars og við veginn eins og hvíta bifreiðin á myndinni. Menn beðnir að leggja við hlið annarra bifreiða til að nýta plássið. Einnig er hægt að leggja við Waldorfskólann Lækjarbotna. Í skátaskálanum eru salerni.
Garðbúar

Garðbúar Garðbúar
Bílastæð Bílastæði

Kínverskt te og leikfimi
Náttúrleg uppspretta vatns skiptir máli í kínverskri tehefð og því fá gestir að fylgjast með Dong Qing Guan, eiganda Heilsudrekans, taka vatn úr bergvatnslind og búa til kínverskt heilsute sem gestir fá. Hún mun bjóða gestum að gera nokkrar léttar kínverskar æfingar. Við mælum með að klæðast lausum og þægilegum fatnaði (má líka vera kínverskur).Dong

Garðbúar Garðbúar

Fróðleikur um te og kínverskar æfingar

Samband Tai Chi og Qigong við te, er eins og allt sem tengist hefðbundinni kínverskri menningu á sér langa og flókna sögu. Að drekka te hefur verið kínverskur siður í þúsundir ára og elstu heimildir eru frá 10. öld f.Kr. Kínverski heimspekingurinn Laozi lýsti tei sem „froðunni í fljótandi jaðri“ og kallaði það ómissandi innihaldsefni í lífsins elixír sem hann telur að það sé mikilvægt fyrir langlífi okkar og heilsu. Margar vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á heilsufarslegan ávinning af Tai Chi og te. Dr. Greenwood, sérfræðingur um samband mataræðis, næringar og heilaheilsu, telur að efnasamböndin í te virðast hafa áhrif á nánast allar frumur líkamans með jákvæðum hætti. Talið að með því að drekka að minnsta kosti einn bolla af grænu, svörtu, hvítu eða oolong tei á dag geti stuðlað verulega að eflingu lýðheilsu. Þannig að það hefur líkamlegan ávinning eins og Tai Chi.

Dong Dong

 ,,Tea and Tai Chi is being-in-the-world, being part of the world, being in harmony with the world, being in nature.”

Dong Dong

Varaáætlun
Vonandi verður gott veður en hægt að leita sér skjóls í skálanum ef það rætist ekki en það mun ekki hafa áhrif á ofangreinda viðburði. 

Lífrænt brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ
Boðið verður upp á brauði úr lífrænt ræktuðu korni. Sigfús Guðfinnsson, annar eigandinn, bjó erlendis í nokkur ár að loknu sveinsprófi, meðal annars til að kynna sér lífræn bakarí og súrdeigsbakstur. Hann vann í eitt ár í Saltå Bageri í Svíþjóð og í styttri tíma m.a. í Bageriet Aurion í Danmörku. Þessi bakarí voru frumkvöðlar í lífrænum brauðbakstri á norðurlöndum á 7. og 8. áratugnum og hafa lagt áherslu á að nota biodynamiskt (Demeter-vottað) hráefni í sína framleiðslu, sem var þróað af Rudolf Steiners (1861 – 1925 ). Hann hefur haft margvísleg áhrif áhrif hérlendis m.a. á Sólheima, Skaftholt, Brauðhúsið í Grímsbæ og Waldorfskóla.  Í dag kemur megnið af því korni og mjöli sem bakað er úr í Grímsbæ frá myllum sem starfa í tengslum við þessi bakarí. Öll framleiðsla er úr lífrænt ræktuðu hráefni og megináherslan verið lögð á súrdeigsbrauð úr heilkornamjöli. Brauðin hafa verið lífrænt vottuð af vottunarstofunni Túni síðan í júní 2001. Lífræn ræktun byggir á því að varðveita frjósemi jarðvegsins og ekki er notast við kemísk efni til að auka vaxtarhraða.
Brauðhúsið

Hægt er að spjalla við kennara Waldorfskólans
Lækjarbotna.
Hér er myndband um slíkan skóla í Kína.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *