Teathöfn, taichi og qigong
Sunnudaginn 7. maí héldu KÍM og Konfúsíusarstofnun í samvinnu við Heilsudrekann heilsudag með kínverskri teathöfn og qigong við Skátaskálann á Lækjarbotnum. Skammt frá skálanum er bergvatnslind þar sem streymir fram hreint og tært drykkjarvatn, tilvalið til notkunar í tedrykkju. Þannig mætast hreint íslenskt vatn og hágæða kínversk telauf og úr verður hinn fullkomni tebolli.