70 ára

Kínversk íslenska Menningarfélagið 70 ára

Kínversk íslenska menningarfélagið 70 ára

Kínversk íslenska menningarfélagið var stofnað 20. október árið 1953 og í fyrstu stjórn þess voru Jakob Benediktsson, Jóhannes úr Kötlum, Nanna Ólafsdóttir, Ísleifur Högnason, Sigurður Guðmundsson, Skúli Þórðarson og Zophonías Jónsson.

Félagið var stofnað eftir að íslensk sendinefnd heimsótti Kína árið 1952.

Þetta var áður en stjórnmálasamband myndaðist á milli Kína og Íslands og fóru tengsl Kína og Íslands í gegn um KÍM. Stjórnmálasamband milli Kína og Íslands hófst 1971.

Saga KÍM er því afar rík og telur mörg merkileg atvik.
Kínverska sendiráðið bauð því til móttöku í Safnahúsinu í gær og var formönnum KÍM veitt viðurkenningarskjöl.

Formenn KÍM frá upphafi hafa verið,
1 Jakob Benediktsson (†)
2 Kristján Guðlaugsson (†)
3 Ragnar Baldursson
4 Emil Bóasson
5 Arnþór Helgasson
6 Ólafur Egilsson
7 Guðrún Margrét Þrastardóttir
8 Þorkell Ólafur Árnason
9 Kristján Jónsson
10 Arnar Steinn Þorsteinsson
Og voru sex þeirra heiðruð við athöfnina.
70
Á mynd frá vinstri, Arnar Steinn Þorsteinsson, núverandi formaður KÍM, Kristján Jónsson, Arnþór Helgason, He Rulong sendiherra Kína, Ólafur Egilsson, Guðrún Margrét Þrastardóttir og Þorkell Ólafur Árnason.

Í móttökunni voru fjölmargir aðrir, Jakob Frímann Magnússon kom sem fulltrúi Stuðmanna en þau voru önnur evrópska hljómsveitin sem fór í tónleikaferð um Alþýðulýðveldið Kína árið 1986. (Wham hafði farið til Kína árið áður).
Stuðmaður

Óli Örn Gunnarsson og Arnór Björnsson sem fóru í ferð til Tianjin – sama ár og systurnar Laufey og Júnía Lin Jónsdætur fóru á sömu ungmennahátíð.
Auk fjölda annara.

Samvinna, virðing og vinsemd einkenndi athöfnina.

Bestu þakkir til Hr. He Rulong sendiherra og sendiráðsins fyrir þá virðingu sem KÍM var sýnd í gær.
70707070707070707070

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *