KIMAðalfundur2024

Aðalfundur Kím 30. Október 2024

Aðalfundur KÍM 30. október 2024
– á veitingastaðnum Tian við Grensásveg

71. starfsár Kínversk-Íslenska menningarfélagsins.
Fundarstjóri: G. Jökull Gíslason
Fundarritari: Þorgerður Anna Björnsdóttir
Fundur settur kl.18:12 og fundargestir 32 talsins.

Varaformaður KÍM, Gísli Jökull Gíslason, setur fundinn og býður gesti velkomna.
Hann gefur formanni félagsins, Arnari Steini Þorsteinssyni, orðið.

Skýrsla formanns
Formaður kynnir sig og þakkar fyrir sitt fyrsta ár í formennsku félagsins. Hann þakkar sérstaklega kínverska sendiráðinu fyrir þann heiður sem það sýndi félaginu í sambandi við afmælisviðburði, sem haldnir voru við lok síðasta starfsárs, af tilefni þess að 70 ár voru liðin frá stofnun félagsins. Formaður fór yfir starfsemi félagsins frá síðasta aðalfundi og rifjaði m.a. upp skemmtilegan nýárskvöldverð með ÍKV á þessu ári.

● Kínversk sendinefnd frá Sagnfræðistofnun kínverska kommúnistaflokksins heimsótti Ísland og átti fund með formanni KÍM.

● Hinn árlegi nýárskvöldverður með ÍKV, Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu, var haldinn á Shanghai í Pósthússtræti 13, af tilefni nýju ári drekans. Sendiherra Kína,  He Rulong, ávarpaði gesti og Jakob Frímann lék á hljómborð og söng.

● Eins og oft áður tók KÍM þátt í kínverskri nýárshátíð Konfúsíusarstofnunar sem haldin var í Háskóla Íslands laugardaginn 17. febrúar 2024.  

● KÍM hélt áfram með fyrirlestraröðina Snarl og spjall um Kína, í umsjá Þorgerðar Önnu Björnsdóttur og Kristjáns H. Kristjánssonar, í samvinnu við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós. Haldnir voru mánaðarlegir fyrirlestrar í Veröld – húsi Vigdísar um fjölbreytt málefni svo sem tækninýjungar, kínverskt netmál og menningu og jarðhitasamstarf Íslands og Kína. Hugmyndin að baki fyrirlestranna er að skapa jarðveg til tengslamyndana fólks með áhuga á Kína, þar sem það geti kynnst og spjallað saman samhliða því að bjóða upp á fjölbreytta fræðslu um Kína.

Ársreikningar KÍM
Edda Kristjánsdóttir, gjaldkeri, kynnti fjárhagsstöðu félagsins eftir almanaksárið 2023 og  gerði grein fyrir helstu útgjöldum og tekjum þess. Félagið átti við ársuppgjör 492,229 kr. í sínum sjóðum. Reikningar voru endurskoðaðir án athugasemda.

Árgjald mun vera óbreytt, 3.500 kr. en 2.500 kr. fyrir námsmenn, ellilífeyrisþega og öryrkja.

Lagabreytingar
Engar tillögur bárust og féll því þessi liður niður. Hins vegar tilkynnti varaformaður um stofnun sérstakrar lagabreytinganefndar sem endurskoða mun  lög félagsins eftir þörfum. Í lagabreytinganefndinni sitja; Ársæll Harðarson, meðstjórnandi, Kristján H. Kristjánsson, í varastjórn og Ólafur Egilsson, fyrrum sendiherra og jafnframt einn af fyrrum formönnum KÍM.

Kosningar
Engin mótframboð bárust og voru formaður, varaformaður og stjórn endurkjörin eftir stuttar sjálfskynningar.

Arnar Steinn Þorsteinsson – formaður
G. Jökull Gíslason – varaformaður
Stjórn: Edda Kristjánsdóttir – Guðrún Edda Pálsdóttir – Ársæll Harðarson
Varastjórn: Hrafn Gunnlaugsson – Kristján H. Kristjánsson – Þorgerður Anna Björnsdóttir
Endurskoðendur reikninga: Magnús Björnsson og Smári Baldursson. Varamaður: Hans Benjamínsson.

Önnur mál
Formaður fékk orðið og kvað stjórn KÍM vilja þakka Kristjáni Jónssyni fyrir farsælt starf í þágu félagsins á löngum starfsferli, en hann sat í stjórn KÍM frá 1974 lengst af sem varaformaður. Var Kristján gerður að heiðursfélaga KÍM og honum færð blóm undir lófataki fundargesta. Kristján þakkaði innilega fyrir sig og óskaði félaginu áframhaldandi gæfu og velgengni.

Arnþór Helgason, vináttusendiherra Kína gagnvart Íslandi, reis á fætur og óskaði Kristjáni til hamingju með titilinn. Hann sagði, í gamansömum tóni, að þeir Kristján hefðu ætlað sér að taka yfir félagið á nýjan leik en kvaðst mjög ánægður að félagið stæði tryggum fótum og óskaði því áfram góðu gengi.   

Ólafur Egilsson, fyrrum sendiherra Íslands í Kína, fékk orðið og bað um að minnst yrði Sigtryggs Rósmars Eyþórssonar sem féll frá þann 27. október sl. Sigtryggur var félagi í KÍM um margra árabil og fyrsti heiðursfélagi ÍKV. Stóðu fundargestir á fætur og vottuðu virðingu sína með andartaks þögn.

Formaður gaf orðið laust og hvatti jafnframt áhugasama, sem vilja taka þátt í að móta starf KÍM, að ræða við sig um framtíðarverkefni félagsins.

Að stuttum umræðum loknum var fundinum formlega slitið.

Yabei Hu, kínverskukennari og myndasöguteiknari, flutti erindi um kínverskt netmál og menningu en þar leynast ýmsar óvæntar merkingar þegar vísað er t.d. til ákveðinna merkinga með tölustöfum.
Tveir fulltrúar komu frá kínverska sendiráðinu, frú Yang Di og herra Su Wenlu.
Komu þau færandi hendi með kínverskt rauðvín sem haft var með matnum.

Borðhald hófst með úrvali sígildra kínverskra rétta og gestir spjölluðu saman yfir kvöldverðinum. Stjórn KÍM ákvað fyrir fundinn að bjóða gestum aðalfundar betri kjör í ár með því að láta félagið niðurgreiða kvöldverðinn að hluta og verð á mann því aðeins 2.500 kr. að þessu sinni.

KIMAðalfundur2024KIMAðalfundur2024KIMAðalfundur2024KIMAðalfundur2024
KIMAðalfundur2024KIMAðalfundur2024

KIMAðalfundur2024KIMAðalfundur2024

KIMAðalfundur2024
KIMAðalfundur2024
KIMAðalfundur2024
KIMAðalfundur2024KIMAðalfundur2024
KIMAðalfundur2024KIMAðalfundur2024KIMAðalfundur2024

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *