Haustið 2003 voru liðin 50 ár frá stofnun Kím. Í tilefni þess kom hingað sendinefnd frá Vináttusamtökum kínversku þjóðarinnar við erlend ríki. Formaður hennar var Chen Haosu, forseti samtakanna. Auk þess að halda upp á afmælið hittu nefndarmenn forseta Íslands og fulltrúa Félagsmálaráðuneytisins, en Kínverjum lék hugur á að forvitnast um félagslega aðstoð á Íslandi.
