Kínversk-íslenska menningarfélagið var stofnað haustið 1953. Árið áður hélt íslensk sendinefnd til Kína, en boð þar um hafði borist hingað til lands. Í nefndinni voru m.a. Jóhannes úr Kötlum og Þórbergur Þórðarson, fulltrúi Esperantista.
Konfúsíusarstofnun býður í samstarfi við Kínverska sendiráðið gesti velkomna á kínverska nýárshátíð í Hörpuhorni á 2.hæð, laugardaginn 26.janúar kl. 14:00-16:30.
Þjóðlagasveitin Þula, sem skipuð er ungmennum á aldrinum 15-18 ára, tók þátt í listahátíð barna og ungmenna sem haldin var í borginni Tianjin í Kína dagana 27. – 31. júlí í sumar.Continue reading þjóðlagasveitin þula í Kína→
Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu verða haldnir í Kínverska sendiráðinu að Bríetartúni 1, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 19. júlí kl. 19:00 og boðið verður upp á léttar veitingar.
Það getur virst mjög erfitt fyrir fullorðna að læra kínversku en etv. mun auðveldara og skemmtilegra ef notaðar eru sömu aðferðir og Þorgerður Anna notar til þess að kenna litlum börnum. Hún hefur mjög lifandi og skemmtilega framkomu þannig að hún er ansi góð kennslukona. Þegar tungumál eru kennd í skólum er oft lögð mikla áherslu á málfræði og stafsetningu, en í kínversku eru notuð tákn og framburður skiptir miklu máli. Ef fullorðnir læra grunnatriði eins og Þorgerður Anna kennir þau þá geta þeir seinna fengist við flóknari atriði eins og setningarfræði. Continue reading Kínverskukennsla→
Kínversk-íslenska menningarfélagið hefur valið þjóðlagasveitina Þula til þátttöku í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína 26.-31. júlí 2018.
Listahátíðin í Tianjin er hátíð sem haldin er sameiginlega af Vináttustofnun Kína við erlend ríki, Song Qingling sjóðnum og Borgarstjórn Tianjin borgar. Þema hátíðarinnar er friður, vinátta og framtíð. Hátíðin er gríðarstór og gert ráð fyrir þátttakendum frá allt að 100 löndum og verður gaman fyrir félagana í Þulu að taka þátt í svo fjölþjóðlegum menningarviðburði og það í Kína. Continue reading þula Fer Til Kína→
Þorgerður Anna lauk námi í almennum málvísindum og kínverskum fræðum við Háskóla Íslands og eins árs námsdvöl við Nanjing Háskóla í Kína 2009-2010. Nú starfar hún hjá Konfúsíusarstofnun og hefur kennt grunnskólabörnum kínversku í fjóra vetur. Hún segir frá kennslunni og býður áhugasömum í leiðinni að læra smá kínversku með kennsluaðferðum sínum.
Alþjóðleg myndlistarsamkeppni og sýning í Kína í júlí 2018
Alþjóðleg myndlistarsamkeppni barna og sýning verður haldin í borginni Tianjin í Kína í júlí 2018.
Samkeppnin verður haldin á vegum Vináttustofnunar Kína við erlend ríki og borgaryfirvalda í Tianjin.
Á hátíðinni verða veitt verðlaun fyrir bestu myndirnar. Skipulagsnefnd hátíðarinnar býður börnum frá öllum heimshornum að taka þátt í þessari myndlistarsamkeppni.
Veitt verða gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir bestu verkin. Sýningin mun standa yfir í 8 daga. Bestu verkin verða síðan gefin út í myndabók og munu eintök af bókinni verða send til Sameinuðu þjóðanna, allra ríkisstjórna og allra erlendra sendiráða í Kína.Continue reading Alþjóðleg Myndlistarsamkeppni Og Sýning í Kína í Júlí 2018→
Langar þig að fara til Kína ? Þátttaka íslenskra ungmenna í alþjóðlegri listahátíð í Tianjin 27.-31. júlí 2018
Auglýst er eftir einstaklingum eða hópi ungmenna á aldrinum 13 – 18 ára til að taka þátt í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína dagana 27. -31. júlí 2018.
Haustið 2003 voru liðin 50 ár frá stofnun Kím. Í tilefni þess kom hingað sendinefnd frá Vináttusamtökum kínversku þjóðarinnar við erlend ríki. Formaður hennar var Chen Haosu, forseti samtakanna. Auk þess að halda upp á afmælið hittu nefndarmenn forseta Íslands og fulltrúa Félagsmálaráðuneytisins, en Kínverjum lék hugur á að forvitnast um félagslega aðstoð á Íslandi.