Miðvikudaginn 7. september sæmdi borgarstjórn Shanghai-borgar 50 erlenda ríkisborgara heiðursmerki hinnar hvítu magnolíu, en magnolían er borgarblóm Shanghai. Þessi viðurkenning er veitt á hverju ári og eru tilnefningar fengnar frá fjölda samtaka svo sem samtökum iðnaðar, verslunar, menntastofnana og utanríkismála. Vináttusamtök Shanghai, sem sjá m.a. um ýmis utanríkissamskipti, tilnefndu að þessu sinni tvo einstaklinga, Samir Tajik, formann Vináttusamtaka Svartfjallalands og Arnþór Helgason, formann Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Viðurkenning þessi hefur verið veitt frá árinu 1989 og hefur þeim stofnunum farið fjölgandi sem eiga þátt í þessari viðurkenningu. Continue reading Borgarstjórn Shanghai Heiðrar Formann Kím→
Sunnudaginn 23. nóvember var efnt til hátíðarsamkomu í Norræna húsinu. Á eftir voru veitingar í boði félagsins og sýning á flugdrekunum. Fjölmörg atriði voru á dagskrá.
Ávörp fluttu Arnþór Helgason, formaður Kím og Chen Haosu, formaður kínversku vináttusamtakanna. Fjöldi atriða var á dagskrá. Hátíðina sóttu um 200 manns. Continue reading 50 ára Afmælishátíð Kím→
Haustið 2003 voru liðin 50 ár frá stofnun Kím. Í tilefni þess kom hingað sendinefnd frá Vináttusamtökum kínversku þjóðarinnar við erlend ríki. Formaður hennar var Chen Haosu, forseti samtakanna. Auk þess að halda upp á afmælið hittu nefndarmenn forseta Íslands og fulltrúa Félagsmálaráðuneytisins, en Kínverjum lék hugur á að forvitnast um félagslega aðstoð á Íslandi.