Árið 1980 kom hingað þjóðleg hljómsveit frá Kína. Kím annaðist móttöku hennar ásamt Karlakór Reykjavíkur, en hann hafði farið til Kína árið áður.

Á meðal tónlistarmanna var Peng Liyuan, þjóðlagasöngkona. sem þá var á 18. ári. Síðar varð hún fyrst kvenna til að ljúka doktorsnámi í
þjóðlegri, kínverskri tónlist. Þegar tímar liðu fram varð hún eiginkona Xi Jinping, forseta Kína. Hún söng m.a. lag Jóns Þórarinssonar, Fuglinn í fjörunni og hreif með því hug og hjörtu áheyrenda.
Hér er hægt að hlusta á Peng Liyuan syngja þjóðvísuna ,,Fuglinn í Fjörunni” eftir Jón Þórarinsson. Hin þjóðlega hljómsveit frá Jinan leikur undir stjórn Liu Hanlin.

Sú sem fylgir formanni Kím, Arnþóri Helgasyni, er Wang Hongyi, sem leikur á liuqin-strengjahljóðfæri. Hún var þá 12 ára gömul. Hún er nú þekkt víða um lönd fyrir list sína.
Tónlistarfólkið kom fram í þætti í Sjónvarpinu og flutti líka m.a. „Austan kaldinn á oss blés“ í mjög skemmtilegri útsetningu. Því miður virðist þátturinn hafa glatast.
Rétt að taka fram að myndirnar sem fylgja þessum pistli eru úr einkasafni Magnúsar Karels Hannessonar ©.