Bók Ragnars Baldurssonar Um Kína

Ragnar Baldursson, fyrsti sendiráðsfulltrúi Íslenska sendiráðsins í Beijing og fyrrum formaður KÍM, hefur ritað bókina: ,,Ninteen Seventy-Six”, sem var gefin út af Penguin China Special. Bókin fjallar um atburði ársins þegar Mao formaður lést en Ragnar var þá nýkominn til náms í Pekingháskóla.

Ragnar er einhver fjölfróðasti Íslendingur um kínversk málefni á þessari öld og sögu landsins.

Nineteen-Seventy-Six

Ragna_Hopmynd

Bók Einars Fals M.a.um Kína

Flestir staðir heimsins eru á einhvern hátt frásagnaverðir en á sumum stöðum birtist saga mannkyns svo skýrt að hún getur setið fyrir á ljósmynd. Á ferðum sínum undanfarna áratugi hefur Einar Falur Ingólfsson elt uppi þessa staði. Hann myndar rústir Tvíburaturnanna á meðan enn rýkur úr þeim í september 2001. Hann siglir um Yangtze-fljót rétt áður en lokið var við stærsta mannvirki síðari alda, hina tröllauknu Þriggja gljúfra stíflu í Kína. Hann slæst í hóp milljóna manna sem elta augnablikið þegar líf þeirra sameinast eilífum undrum og hann fetar djúpt í iður jarðar í slóð námumanna sem skipta á blóði og silfri. Í einstöku samspili stórskemmtilegra frásagna og áhrifamikilla ljósmynda verður til svipmynd af heiminum á okkar dögum. Heimi án vegabréfs. Continue reading Bók Einars Fals M.a.um Kína