Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn stendur ásamt Kínverska
sendiráðinu, Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum og Kínversk íslenska menningarfélaginu fyrir fyrirlestraröð í hádeginu næstu þriðjudaga um samskipti Íslands og Kína. Fyrirlestraröðin tengist sýningu í Þjóðarbókhlöðu, sjá:
https://landsbokasafn.is/index.php/news/977/56/KiNA-OG-iSLAND-samskipti-vinathjoda.
Dagskrá fyrirlestraraðarinnar verður sem hér segir:
17. janúar kl. 12-13: Egill Helgason kynnir „14 ár í Kína –
Mynd um Ólaf Ólafsson kristniboða“.
24. janúar kl. 12-13: Qi Huimin hjá Konfúsíusarstofnun fjallar
um eitt elsta varðveitta form kínversku óperunnar, Kunqu. Erindið verður flutt á ensku.
31. janúar kl. 12-13: Hjálmar W. Hannesson fyrsti sendiherra
Íslands með aðsetur í Kína segir frá starfsemi sendiráðsins 1995-1998.
7. febrúar kl. 12-13: Ólafur Egilsson sendiherra í Beijing
1998-2002 talar um “Tengsl Íslands og Kína í gegnum tíðina”
14. febrúar kl. 12-13: Arnþór Helgason segir frá starfsemi KÍM.
28. febrúar kl. 12-13: Magnús Björnsson segir frá starfi
Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa.
7. mars kl 12-13: Unnur Guðjónsdóttir flytur erindi um “Kína, land í breytingu”
14. mars kl. 12-13: Oddný Sen segir frá ömmu sinni og alnöfnu,
Oddnýju Erlendsdóttur Sen, sem dvaldi í Kína á 3. áratug síðustu aldar og skrifaði bók um Kína. Oddný skrifaði svo aðra bók um langömmu sína og dvöl hennar í Kína.
28. mars kl. 12-13: Zhang Weidong sendiherra Kína á Íslandi
flytur lokaerindi fyrirlestraraðarinnar: “How to drink Chinese Tea and Tea ceremony “. Erindið verður flutt á ensku.
Sjá nánari upplýsingar í pdf-skjali hér að neðan:
kina_skra17