Alþjóðleg Myndlistarsamkeppni Og Sýning í Kína í Júlí 2018

Alþjóðleg myndlistarsamkeppni og sýning í Kína í júlí 2018

Alþjóðleg myndlistarsamkeppni barna og sýning verður haldin í borginni Tianjin í Kína í júlí 2018.

Samkeppnin verður haldin á vegum Vináttustofnunar Kína við erlend ríki og borgaryfirvalda í Tianjin.

Á hátíðinni verða veitt verðlaun fyrir bestu myndirnar. Skipulagsnefnd hátíðarinnar býður börnum frá öllum heimshornum að taka þátt í þessari myndlistarsamkeppni.

Veitt verða gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir bestu verkin. Sýningin mun standa yfir í 8 daga. Bestu verkin verða síðan gefin út í myndabók og munu eintök af bókinni verða send til Sameinuðu þjóðanna, allra ríkisstjórna og allra erlendra sendiráða í Kína.

Verðlaunahafar munu fá eintak af bókinni að gjöf ásamt verðlaunaskjali. Einnig munu einhverjir verðlaunahafar fá boð um að taka þátt í opnunarhátíð sýningarinnar, einnig öllum viðburðum í tengslum við Alþjóðlega menningar- og listahátíð barna sem verður haldin í borginni á sama tíma.

Skilmálar og kröfur:

Þema:
1. Friður, vinátta og framtíðin.
2. 
Þátttakendur geta einnig valið efni sem þeir hafa áhuga á, t.d. ást, gleði, dagleg verkefni, myndir úr fjölskyldulífi, hefðir, umhverfi, tegundir í útrýmingarhættu, maður og náttúra, Silkileiðin (sjá slóð; http://www.cathayfuture.com/en/) o.s.frv.

Aldur:
Þátttakendur skulu vera undir 18 ára aldri.

Stærð mynda:
Myndirnar skulu vera á milli 20×30 cm og 50×70 cm að stærð.

Efni:
Nota má vaxliti, vatnsliti eða olíuliti o.s.frv. eftir óskum hvers og eins.

Kröfur:
Vinsamlega fyllið út skráningarformið hér fyrir neðan og sendið með myndunum. Verkin verða sett upp, innrömmuð og geymd af skipulagsnefnd sýningarinnar en ekki skilað aftur til höfundanna. Ekki er gert ráð fyrir fleiri en 15 myndum frá hverjum skóla eða stofnun.

Skilafrestur:
Miðað er við að myndirnar séu settar í póst ekki seinna en 31. janúar 2018.

Heimilisfang:
6F, A Building, No. 3, Huanhuzhong Dao
Tiyuanbei, Hexi District
Tianjin 300060, China

Sími:
+86 22 23516670, Fax; +86 22 23516671.

Netfang:
Festival2018@foxmail.com

Heimasíða:
http://www.cathayfuture.com
http://www.umkid.com

Umsjónarmenn:
Hongxia Cheng, Shuang Zhang

 

SKRÁNING MYNDA
CHILDREN’S PAINTING WORK REGISTER

Númer/No Titill/Title
Nafn/Name Land/Country
Kyn/Sex Aldur/Age
Skóli/Institution Aðferð/Method
Sími/Tel. Netfang/E-mail
Heimilisfang/Address

Boðið sem pdf-skjal:
Alþjóðleg myndlistarsamkeppni og sýning í Kína í júlí 2018

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *