Kínverskukennsla

Kínverskukennsla
Þorgerður Anna Björnsdóttir

Það getur virst mjög erfitt fyrir fullorðna að læra kínversku en etv. mun auðveldara og skemmtilegra ef notaðar eru sömu aðferðir og Þorgerður Anna notar til þess að kenna litlum börnum. Hún hefur mjög lifandi og skemmtilega framkomu þannig að hún er ansi góð kennslukona. Þegar tungumál eru kennd í skólum er oft lögð mikla áherslu á málfræði og stafsetningu, en í kínversku eru notuð tákn og framburður skiptir miklu máli. Ef fullorðnir læra grunnatriði eins og Þorgerður Anna kennir þau þá geta þeir seinna fengist við flóknari atriði eins og setningarfræði.

Þorgerður Anna og Unnur Guðjónsdóttir bjóða gesti velkomna.
Þorgerður Anna og Unnur Guðjónsdóttir bjóða gesti velkomna.

Þorgerður Anna kynnti kennsluaðferðir sína í hinu glæsilega Kínasafni Unnar fimmtudaginn 26. apríl. Safnið opnaði kl. 18:00 með súpu og spjalli og síðan hófst fyrirlesturinn. Fyrst sagði hún stuttlega frá kínverska tungumálinu, hinum mörgu mállýskum þess og áskorunum sem felast í því að læra málið. Síðan skýrði hún frá kennslu sinni á vegum Konfúsíusarstofnunar sem að hún byggir að miklu leyti á söng og leik auk skemmtilegra verkefna og þrauta sem nemendur leysa. Eftir framsöguna fengu áheyrendur örlitla kennslu í kínversku þar sem sungið var höfuð, herðar, hné og tær á kínversku, svo sagði hún frá nokkrum kínverskum táknum og notaði þau í leik. Að lokum voru einföld verkefni lögð fyrir gesti.

Táknið fyrir maður lítur út eins og maður á gangi.
Táknið fyrir maður lítur út eins og maður á gangi.
Tölustafurinn 2 - Augljóst.
Tölustafurinn 2 – Augljóst.
Sungið á kínversku: Tou, jianbang, xigai, jiao (jiao þýðir fætur en ekki tær).
Sungið á kínversku: Tou, jianbang, xigai, jiao (jiao þýðir fætur en ekki tær).

Þorgerður Anna lauk námi í almennum málvísindum og kínverskum fræðum við Háskóla Íslands og eins árs námsdvöl við Nanjing Háskóla í Kína 2009-2010. Nú starfar hún hjá Konfúsíusarstofnun og hefur kennt grunnskólabörnum kínversku í fjóra vetur. 

Unnur Guðjónsdóttir, eigandi Kínasafnins, er góður sögumaður
Unnur Guðjónsdóttir, eigandi Kínasafnins, er góður sögumaður

Hér er skemmtilegt viðtal sem Björn Reynir Halldórsson, blaðamaður hjá Fréttatímanum, tók við Þorgerði 2016 um kennslu hennar. Þetta eru tvö pdf-skjöl.

Þorgerdur – Fyrri hluti
Þorgerdur – Seinni hluti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *