Kínverji Fjallar Um íslenskar Bókmenntir

Kínverji fjallar um íslenskar bókmenntir
Halldór Xinyu Zhang

Halldór Xinyu Zhang, þýðandi og meistaranemi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands fjallar um þýðingar en hann þýddi meðal annars bækurnar Hundadaga og Riddara hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson á kínversku og hlaut þýðing hans á Hundadögum bókmenntaverðlaun í Kína. Halldór hefur einnig þýtt bókina Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur og nýlega kom út smásagnasafn sem hefur að geyma þýðingar hans á sex smásögum eftir Svövu Jakobsdóttur, Steinunni Sigurðardóttur, Braga Ólafsson, Gyrði Elíasson, Jón Kalmann Stefánsson og Kristínu Eiríksdóttur.  Continue reading Kínverji Fjallar Um íslenskar Bókmenntir

Skýrsla Formanns Og Stjórnar 2017-2018

Skýrsla formanns og stjórnar Kínversk-íslenska menningarfélagsins fyrir starfsárið 2017-2018
Gudrún

Stjórn Kínversk-íslenska menningarfélagsins var kjörin á aðalfundi 17. október 2017. Formaður er Guðrún Margrét Þrastardóttir og varaformaður Kristján Jónsson. Meðstjórnendur eru Edda Kristjánsdóttir, gjaldkeri félagsins, Gísli Jökull Gíslason og Guðrún Edda Pálsdóttir, ritari. Í varastjórn eru Kristján H. Kristjánsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þorgerður Anna Björnsdóttir. Í starfsnefnd voru kjörnir, Gunnar Halldór Gunnarsson formaður, Arnþór Helgason varaformaður, Þorkell Ólafur Árnason, Brynhildur Magnúsdóttir, Gunnar Örvarsson, Katrín Ákadóttir og Hinrik Hólmfríðar-og Ólason. Continue reading Skýrsla Formanns Og Stjórnar 2017-2018

Byggjum Bjartari Framtíð í Samskiptum Kína Og íslands

Byggjum bjartari framtíð í samskiptum Kína og Íslands
Jin Zhijian sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins

Sendiherra

Í dag, 1. október, eru liðin 69 ár frá stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Eftir stofnun nýja Kína, sérstaklega á síðustu 40 árum umbóta og opnunar, hafa átt sér stað gríðarmiklar breytingar í Kína. Kína er nú annað stærsta efnahagsveldi heimsins og stærsta heimsviðskiptaríkið og tekur af ábyrgð aukinn þátt í alþjóðasamfélaginu sem stórveldi. Continue reading Byggjum Bjartari Framtíð í Samskiptum Kína Og íslands