Jarðfræðingur með kínadellu
Brynhildur Magnúsdóttir
Árið 2013 ákvað ég að setjast aftur á skólabekk eftir margra ára hlé, en ég hafði áður lokið M.Sc gráðu í Jarðfræði, og hóf nám í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Ég hafði nú ekki miklar væntingar um mikin námsárangur þegar ég hóf námið, en vonaðist til að ég myndi öðlast grundvallarskilning á tungumálinu, þannig að maður gæti bjargað sér úti á götu. Námið reyndist síðan bráðskemmtilegt, þó það hafi verið mjög erfitt að byrja að læra kínverskuna, og ákvað að ég útskrifast með B.a gráðu úr þessu námi, en til þess að ná því verða nemendur að dvelja eitt námsár í Kína í ströngu tungumálanámi. Ég valdi að fara til Ningbo háskóla, sem er í Zhejiang héraði í Kína, rétt fyrir sunnan Shanghai, en Ningbo háskóli er samstarfsháskóli Háskóla Íslands.
Continue reading Jarðfræðingur Með Kínadellu