Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir er á öðru ári í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún er ættleidd frá Kína og hefur búið á Íslandi frá því hún var 14 mánaða. Í kynningunni mun hún tala um það hvernig það hefur verið fyrir hana að búa á Íslandi, hafandi annað útlit og annan bakgrunn en flestir Íslendingar. Þá mun hún líka tala um ferðina sína aftur til Kína og upplifun þar en þangað fór með móður sinni árið 2011 til að heimsækja gamlar slóðir.
Þessi viðburður er á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem býður einnig upp á ókeypis veitingar. Hann verður haldinn fimmtudaginn 16. janúar kl.17:30 í stofu VHV-007, sem er í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna.
Áður en fyrirlesturinn hefst verður boðið upp á veitingar og geta gestir spjallað saman og notið þeirra en síðan tekur fyrirlesturinn við sem áætlað er að taki um 30- 45 mínútur.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.