Fæðubótarefni úr íslenskum Sæbjúgum

Fyrirlestraröðin Snarl og spjall um Kína heldur áfram og næsta fyrirlestur flytur Sandra Yunhong She, eigandi Arctic Star ehf. (www.arcticstar.is).  Fyrirtækið var stofnað árið 2008 og hefur sérhæft sig í þróun á fæðubótarefnum með framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða heilsuvörum um allan heim. Á kínversku eru sæbjúgu kölluð “Haishen” sem þýðir “ginseng hafsins”, enda innihalda þau fjöldan allan af gagnlegum efnum.
sæbjúga
Continue reading Fæðubótarefni úr íslenskum Sæbjúgum

Kínversk Læknisfræði

Fimmtudaginn 16. febrúar hófst fyrirlestraröðin Snarl og spjall um Kína á ný eftir þó nokkuð langt hlé. Fyrsti fyrirlesari var Minghai Hu, nálastungulæknir, sem fjallaði um hefðbundna kínverska læknisfræði (Traditional Chinese medicine). Hann sagði frá hugmyndafræði hennar, sögu, greiningaraðferðum og öllum helstu meðferðum, svo sem nálastungum og lyfjum sem m.a. eru unnin úr plöntum og skordýrum. Hann fjallaði einnig um notkun á nálastungu sem meðferð við þunglyndi hérlendis sem gefist hefur vel. Meðferðis hafði hann nálar í pakkningum sem gestir fengu að skoða, til að sjá mismunandi stærðir og gerðir nálanna sem hann notar.  Continue reading Kínversk Læknisfræði