Rot

Rót – Allt Sem þú þarft Að Vita Um Kína Og Meira Til

Lína Guðlaug Atladóttir mun fjalla um bókina RÓT sem hún skrifaði og gaf út nýlega (obs.is). Ævintýraleg nútímavæðing, hraður uppgangur Kína, útrásarvíkingar, ópíumsalar og teþjófar koma meðal annars við sögu.
Rot
Hún fjallar um breytingar frá keisarastjórn til kommúnistastjórnar, menningarmun, áskoranir og áhrifavalda.

Lína Guðlaug Atladóttir er viðskiptafræðingur og Austur-Asíufræðingur og hefur starfað við margvísleg stjórnunarstörf að mestu á kynningar- og markaðssviði bæði hérlendis og erlendis. Lína kom fyrst til Kína árið 2003 og hefur bæði verið við nám, búið og ferðast margsinnis til Kína og víðar í heimildaöflun fyrir bókina.

Viðburðurinn er á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem býður einnig upp á ókeypis veitingar. Hann verður haldinn fimmtudaginn 4. maí 2023 kl.17:30 í stofu VHV-007, kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna.
Verold
Áður en fyrirlesturinn hefst verður boðið upp á veitingar og geta gestir spjallað saman og notið þeirra en síðan tekur fyrirlesturinn við sem áætlað er að taki um 30- 45 mínútur. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
Rot

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *