Mahjang kvöld
麻將
Kínversk Íslenska Menningarfélagið stendur fyrir Mahjang spilakvöldi miðvikudaginn 29. janúar kl. 20:00 að Fiskislóð 10, 101 Reykjavík. Annarri hæð (gengið inn að aftan) Continue reading Mahjang Kvöld 29 Janúar
Mahjang kvöld
麻將
Kínversk Íslenska Menningarfélagið stendur fyrir Mahjang spilakvöldi miðvikudaginn 29. janúar kl. 20:00 að Fiskislóð 10, 101 Reykjavík. Annarri hæð (gengið inn að aftan) Continue reading Mahjang Kvöld 29 Janúar
Allir velkomnir að fagna ári rottunnar
Framundan eru tveir viðburðir til að fagna hinu kínverska nýári.
Konfúsíusarstofnun býður í samstarfi við Kínverska sendiráðið gesti velkomna á opinn dag í Hörpu, á 2. hæð, sunnudaginn 2. febrúar kl. 13:30-16:00. Dagskráin er að venju fjölbreytt og skemmtileg. Allir velkomnir að fagna ári rottunnar. Continue reading Fögnum Kínverska Nýárinu
Fyrirlestraröð Konfúsíusarstofnunar og Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) sem ber yfirskriftina ‘Snarl og spjall um Kína’ heldur áfram á nýju ári. Í gær reið á vaðið Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir, nemi á öðru ári í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Continue reading ættleidd Frá Kína
Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir er á öðru ári í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún er ættleidd frá Kína og hefur búið á Íslandi frá því hún var 14 mánaða. Í kynningunni mun hún tala um það hvernig það hefur verið fyrir hana að búa á Íslandi, hafandi annað útlit og annan bakgrunn en flestir Íslendingar. Þá mun hún líka tala um ferðina sína aftur til Kína og upplifun þar en þangað fór með móður sinni árið 2011 til að heimsækja gamlar slóðir. Continue reading ættleidd Frá Kína
Mahjang kvöld
麻將
Kínversk Íslenska Menningarfélagið stendur fyrir Mahjang spilakvöldi þriðjudaginn 14. janúar kl. 20:00 að Fiskislóð 10, 101 Reykjavík. Annarri hæð (gengið inn að aftan) Continue reading Mahjang Kvöld
Allur heimurinn í Kína
Þorgerður Anna Björnsdóttir
kínverskukennari við Konfúsíusarstofnun
Síðan í æsku hef ég haft mikinn áhuga á tungumálum og menningu heimsins. Veturinn 2009-2010 gafst mér tækifæri að fara til Kína sem skiptinemi frá Háskóla Íslands. Ég fór til gömlu menningarborgarinnar Nanjing í Jiangsu-héraði, þar sem mikill fjöldi skiptinema stundaði nám við Nanjing háskóla. Við vorum þarna saman komin ungt námsfólk frá öllum hinum byggðu álfum heimsins og ég eignaðist fljótt góða vini frá Indlandi, Chile, Kólumbíu, Eistlandi, Úsbekistan, Spáni, Þýskalandi, Póllandi, Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Suður-Afríku, Japan, Kóreu og Kína. Við æfðum okkur að handskrifa kínversk tákn, lærðum að prútta á mörkuðum og notuðum öll tækifæri til að ferðast saman um Kína í leit að ævintýrum.
Aðalfundur KÍM 22. október 2019
– á veitingastaðnum Jia Yao í Ármúla 5
66. starfsár Kínversk-íslenska menningarfélagsins.
Fundarstjóri: Kristján Jónsson
Fundarritari: Þorgerður Anna Björnsdóttir
Fundur settur kl.18:10 og fundargestir 24 talsins (Jin sendiherra og Sun Chi aðstoðarkona hans komu í lok fundar).
Formaður KÍM, Þorkell Ó. Árnason, biður G. Jökul Gíslason meðstjórnanda að tala fyrir sína hönd, þar sem hann er raddlítill eftir veikindi.
Jökull mælir með Kristjáni Jónssyni sem fundarstjóra og Þorgerði Önnu Björnsdóttur sem fundarritara. Er það samþykkt.
Continue reading Aðalfundur Kím 22.10.2019Gaman í Kína
Guðrún Margrét Þrastardóttir
Guðrún Margrét Þrastardóttir hóf störf í Sendiráði Íslands í Beijing árið 1999, og bjó í borginni í 3 ár.
Ég var einstæð móðir og flutti með Þröst son minn til Beijing en við höfðum aldrei komið til Kína áður og hafði ég alls ekki leitt hugann að því að búa þar. Þröstur fékk skólavist í góðum alþjóðlegum skóla, þar sem hann naut sín daglega en hann ferðaðist þangað með skólabíl.
Kína er eilífðar unnusta mín
Arnþór Helgason
Kínversk-íslenska menningarfélagið var stofnað haustið 1953. Árið áður hélt íslensk sendinefnd til Kína, en boð þar um hafði borist hingað til lands. Í nefndinni voru m.a. Jóhannes úr Kötlum og Þórbergur Þórðarson, fulltrúi Esperantista.
Jarðfræðingur með kínadellu
Brynhildur Magnúsdóttir
Árið 2013 ákvað ég að setjast aftur á skólabekk eftir margra ára hlé, en ég hafði áður lokið M.Sc gráðu í Jarðfræði, og hóf nám í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Ég hafði nú ekki miklar væntingar um mikin námsárangur þegar ég hóf námið, en vonaðist til að ég myndi öðlast grundvallarskilning á tungumálinu, þannig að maður gæti bjargað sér úti á götu. Námið reyndist síðan bráðskemmtilegt, þó það hafi verið mjög erfitt að byrja að læra kínverskuna, og ákvað að ég útskrifast með B.a gráðu úr þessu námi, en til þess að ná því verða nemendur að dvelja eitt námsár í Kína í ströngu tungumálanámi. Ég valdi að fara til Ningbo háskóla, sem er í Zhejiang héraði í Kína, rétt fyrir sunnan Shanghai, en Ningbo háskóli er samstarfsháskóli Háskóla Íslands.
Continue reading Jarðfræðingur Með Kínadellu