Hætt við Snarl og spjall um Kína fimmtudaginn 12.03.2020
Góðan daginn
Af öryggisástæðum er hætt við Snarl og spjall um Kína í dag þar sem Yan Ping Li ætlaði að flytja erindi um mikilvægi menningar í viðskiptum við Kína. Hættan af COVID-19 hefur aukist verulega að undanförnu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ráðleggur að á meðan faraldur geisar þurfi ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur er genginn yfir.
Stefnt er að því að flytja erindið síðar og verður það auglýst þegar fram líða stundir.
Með kveðju frá Kínversk-íslenska menningarfélaginu
Kína býr yfir miklum jarðfræðilegum fjölbreytileika, gríðarlega langri jarðsögu og fallegu landslagi sem m.a. var fyrirmyndin af fljótandi klettum í kvikmyndinni Avatar. Brynhildur Magnúsdóttir, jarðfræðingur og jarðfræðikennari við Landbúnaðarháskóla Íslands mun flytja erindi á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa, sem býður einnig upp á ókeypis veitingar. Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 13. september kl. 17:30 – í stofu VHV-007, sem er í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Fyrst geta gestir spjallað saman og fengið sér veitingar en síðan er fyrirlesturinn sem miðað er við að taki um 30-40 mínútur. Continue reading Jarðfræði Kína→
Föstudaginn 28. Ágúst 2015 var haldin málstofa um seinni heimsstyrjöldina í Kína í minningu þess að um þetta leyti voru liðin 70 ár frá því að Kínverjar unnu sigur á japanska innrásarhernum. Kínverska sendiráðið á Íslandi stóð að málstofunni ásamt Félagi Kínverja á Íslandi, Kínversk-íslenska menningarfélaginu og Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu. Málstofuna sóttu um 60 manns.