Í tilefni af kínversku áramótunum 2025 efnum við, Kínversk íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, til áramótafagnaðar fimmtudaginn 6. febrúar n.k. og fögnum ári snáksins, sem þá verður nýgengið í garð.
Verkefni HERO Productions fyrir kínverska viðskiptavini Búi Baldvinsson
Fimmtudag 13. febrúar kl.17:30 í VHV-007
Búi Baldvinsson, eigandi og framleiðandi hjá Hero Productions á Íslandi, mun segja frá verkefnum sínum fyrir kínverska viðskiptavini. Ath. að fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Hero Productions er rótgróið framleiðsluþjónustufyrirtæki á Íslandi sem sérhæfir sig í hágæða stuðningi við leiknar kvikmyndir, sjónvarpsþætti, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, heimildarmyndir og myndatökur. Með áralanga reynslu og glæsilega ferilskrá hefur fyrirtækið orðið traustur samstarfsaðili fyrir alþjóðlega viðskiptavini, þar á meðal nokkur af mest áberandi nöfnum í kínverskum afþreyingar- og auglýsingaiðnaði.Continue reading Kvikmyndagerð Fyrir Kínverja→
HERO productions in Iceland for China Búi Baldvinsson
The lecture is in English
Búi Baldvinsson, owner and producer at Hero Productions in Iceland, will talk about their works for Chinese clients.
Hero Productions is a well-established production service company based in Iceland, specializing in high-quality support for feature films, television series, commercials, music videos, documentaries, and photo shoots. With years of experience and a proven track record, the company has become a trusted partner for global clients, including some of the most prominent names in the Chinese entertainment and advertising industries.Continue reading Film Production in Iceland for China→
Austurförin yfir Kínverskubrúna Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir og Rósa Birgitta Ísfeld
Mæðgurnar Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir og Rósa Birgitta Ísfeld héldu í sína fyrstu Kínareisu nú í október. Ísadóra er nemandi í 10. bekk Laugalækjarskóla og er margt til lista lagt. Hún hefur m.a. lært kínversku frá unga aldri og fór til Tianjin sem fulltrúi Íslands í alþjóðlegu ræðu- og hæfileikakeppnina Kínverskubrúna, sem haldin er árlega í Kína. Þar flutti Ísadóra ræðu og söng á kínversku auk þess að leika á trompet í sýningaratriði sínu. Mæðgurnar munu deila upplifunum sínum af ferðalaginu og þessu fjölmenna ungmennamóti, þar sem keppendur frá öllum heimshornum sýndu listir sínar.Continue reading Austurförin Yfir Kínverskubrúna→
From years of service as a cultural assistant to the Ambassador at the Icelandic Embassy to China, Ms. Li shall share her understanding of the crucial role that culture plays in the business world. Continue reading Culture to Business→
Yabei Hu, kínverskukennari og myndasöguteiknari, flytur erindi um kínverskt netmál og menningu. Tungumál netheima eru stútfull af slangri, dulinni merkingu og óvæntum nálgunum. Hvort sem þú talar reiprennandi kínversku eða alls enga er fjölmargt sem þú getur lært um menningu kínverskra netheima. Viðburðurinn fer fram á ensku – nánari upplýsingar hér að neðan.Continue reading Chinese Internet Language and Culture→
Sunnudaginn 7. maí héldu KÍM og Konfúsíusarstofnun í samvinnu við Heilsudrekann heilsudag með kínverskri teathöfn og qigong við Skátaskálann á Lækjarbotnum. Skammt frá skálanum er bergvatnslind þar sem streymir fram hreint og tært drykkjarvatn, tilvalið til notkunar í tedrykkju. Þannig mætast hreint íslenskt vatn og hágæða kínversk telauf og úr verður hinn fullkomni tebolli.
Vatn úr bergvatnslind notað til að búa til te skv. kínverskri hefð. Íslenskt grænmeti og kínversk leikfimi.
Tími:
Sunnudaginn 7. maí 2023 kl. 14:00.
Staður:
Skátaskálinn Lækjabotnar.
Aðgangur:
Ókeypis
Sunnudaginn 7. maí mun Kínversk-íslenska menningarfélagið (KÍM) og Konfúsíusarstofnun í samstarfi við Heilsudrekann bjóða gestum að njóta kyrrlátrar teathafnar og hugleiðslu á fallegum stað skammt frá Reykjavík. Ætlunin er að vera úti í náttúrunni við skátaskálann á Lækjarbotnum en hægt verður að fara inn í skálann ef rignir og til að nota salerni. Þar sem ekki eru mjög mörg bílastæði í boði er best ef fólk sameinast í bíla. Við minnum líka á hlýjan og þægilegan fatnað.Continue reading Heilsudagur – Kínversk Teathöfn Með íslensku Bergvatni→