Category Archives: Menning

Stafræn Nýárshátið

Vegna kínversku nýárshátíðarinnar, vorhátíðarinnar og komu árs Uxans býður kínverska sendiráðið upp á stafrænan fögnuð á heimasíðu sinni hér að neðan.

Athugið að ekki þarf að skrá sig.

https://www.eventbrite.com/e/celebrate-the-year-of-the-ox-with-the-chinese-embassy-in-iceland-tickets-140082170543?fbclid=IwAR3_7HtN6jFdmU3pT8r88jBF0zrnCwVo1SM0EoYnnm1NuyBFurk_itHFcK4

 

Hætt Við Viðburð 12.03.2020

Hætt við Snarl og spjall um Kína fimmtudaginn 12.03.2020

Góðan daginn

Af öryggisástæðum er hætt við Snarl og spjall um Kína í dag þar sem Yan Ping Li ætlaði að flytja erindi um mikilvægi menningar í viðskiptum við Kína. Hættan af COVID-19 hefur aukist verulega að undanförnu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ráðleggur að á meðan faraldur geisar þurfi ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur er genginn yfir.

Stefnt er að því að flytja erindið síðar og verður það auglýst þegar fram líða stundir.

Með kveðju frá Kínversk-íslenska menningarfélaginu

Chinese Folk Culture

Chinese Folk Culture
Thoughts On A Popular Idiom Dragon Soaring and Tiger Leaping
Huimin Qi

The  lecture is in  English

Long teng hu yue (龙腾虎跃)is a Chinese idiom. Its literal translation is “dragon soaring and tiger leaping”. Why is this an idiom that Chinese people like so much, and what does it have to do with the daily life of Chinese people? The dragon and the tiger both have a very deep meaning within Chinese culture. This lecture will explain the meaning of the idiom in Chinese life through Chinese folklore cultures.Huimin Qi Continue reading Chinese Folk Culture

Fögnum Kínverska Nýárinu

Allir velkomnir að fagna ári rottunnar

Framundan eru tveir viðburðir til að fagna hinu kínverska nýári.
Rottuár
Konfúsíusarstofnun býður í samstarfi við Kínverska sendiráðið gesti velkomna á opinn dag í Hörpu, á 2. hæð, sunnudaginn 2. febrúar kl. 13:30-16:00. Dagskráin er að venju fjölbreytt og skemmtileg. Allir velkomnir að fagna ári rottunnar. Continue reading Fögnum Kínverska Nýárinu

ættleidd Frá Kína

Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir er á öðru ári í Kvennaskólanum í Reykjavík.  Hún er ættleidd frá Kína og hefur búið á Íslandi frá því hún var 14 mánaða. Í kynningunni mun hún tala um það hvernig það hefur verið fyrir hana að búa á Íslandi, hafandi annað útlit og annan bakgrunn en flestir Íslendingar. Þá mun hún líka tala um ferðina sína aftur til Kína og upplifun þar en þangað fór  með móður sinni árið 2011 til að heimsækja gamlar slóðir. Continue reading ættleidd Frá Kína

Allur Heimurinn í Kína

Allur heimurinn í Kína

Þorgerður Anna Björnsdóttir
kínverskukennari við Konfúsíusarstofnun

Síðan í æsku hef ég haft mikinn áhuga á tungumálum og menningu heimsins. Veturinn 2009-2010 gafst mér tækifæri að fara til Kína sem skiptinemi frá Háskóla Íslands. Ég fór til gömlu menningarborgarinnar Nanjing í Jiangsu-héraði, þar sem mikill fjöldi skiptinema stundaði nám við Nanjing háskóla. Við vorum þarna saman komin ungt námsfólk frá öllum hinum byggðu álfum heimsins og ég eignaðist fljótt góða vini  frá Indlandi, Chile, Kólumbíu, Eistlandi, Úsbekistan, Spáni, Þýskalandi, Póllandi, Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Suður-Afríku, Japan, Kóreu og Kína. Við æfðum okkur að handskrifa kínversk tákn, lærðum að prútta á mörkuðum og notuðum öll tækifæri til að ferðast saman um Kína í leit að ævintýrum. 

Continue reading Allur Heimurinn í Kína