Category Archives: Þjóðmál

þula Fer Til Kína

Kínversk-íslenska menningarfélagið hefur valið þjóðlagasveitina Þula til þátttöku í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína 26.-31. júlí 2018.

Listahátíðin í Tianjin er hátíð sem haldin er sameiginlega af Vináttustofnun Kína við erlend ríki, Song Qingling sjóðnum og Borgarstjórn Tianjin borgar. Þema hátíðarinnar er friður, vinátta og framtíð. Hátíðin er gríðarstór og gert ráð fyrir þátttakendum frá allt að 100 löndum og verður gaman fyrir félagana í Þulu að taka þátt í svo fjölþjóðlegum menningarviðburði og það í Kína.
Continue reading þula Fer Til Kína

Bók Ragnars Baldurssonar Um Kína

Ragnar Baldursson, fyrsti sendiráðsfulltrúi Íslenska sendiráðsins í Beijing og fyrrum formaður KÍM, hefur ritað bókina: ,,Ninteen Seventy-Six”, sem var gefin út af Penguin China Special. Bókin fjallar um atburði ársins þegar Mao formaður lést en Ragnar var þá nýkominn til náms í Pekingháskóla.

Ragnar er einhver fjölfróðasti Íslendingur um kínversk málefni á þessari öld og sögu landsins.

Nineteen-Seventy-Six

Ragna_Hopmynd

Málstofa Um Seinni Heimsstyrjöldina í Kína

Föstudaginn 28. Ágúst 2015 var haldin málstofa um seinni heimsstyrjöldina í Kína í minningu þess að um þetta leyti voru liðin 70 ár frá því að Kínverjar unnu sigur á japanska innrásarhernum. Kínverska sendiráðið á Íslandi stóð að málstofunni ásamt Félagi Kínverja á Íslandi, Kínversk-íslenska menningarfélaginu og Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu. Málstofuna sóttu um 60 manns.

WP_2_WW2

Continue reading Málstofa Um Seinni Heimsstyrjöldina í Kína