The Icelandic-Chinese Cultural society send this condolences on the 8th of February 2020 to the Chinese People’s Association for Friendship with Foreign Countries:
Our dear friends of the CPAFFC
Please accept the sincere and heartfelt condolences on behalf of the Icelandic-Chinese Cultural society, our members, board and me personally, in these difficult times for the people of China during the outbreak of the coronavirus. We mourn the lives of the people lost to the disease and acknowledge the sacrifice of the brave folk that work to cure and contain it. Continue reading Condolences to the Cpaffc→
Kínversk-íslenska menningarfélagið var stofnað haustið 1953. Árið áður hélt íslensk sendinefnd til Kína, en boð þar um hafði borist hingað til lands. Í nefndinni voru m.a. Jóhannes úr Kötlum og Þórbergur Þórðarson, fulltrúi Esperantista.
Þjóðlagasveitin Þula, sem skipuð er ungmennum á aldrinum 15-18 ára, tók þátt í listahátíð barna og ungmenna sem haldin var í borginni Tianjin í Kína dagana 27. – 31. júlí í sumar.Continue reading þjóðlagasveitin þula í Kína→
Það ku vera fallegt í Kína Snarl og spjall um Kína haustið 2018
Kínversk-íslenska menningarfélagið og Konfúsíusarstofnunin Norðurljós standa fyrir mánaðarlegum viðburðum þar sem gestum er boðið að hittast, spjalla saman og hlusta á fjölbreytta fyrirlestra tengdum Kína. Viðburðirnir verða í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Fyrst er boðið upp á léttar veitingar í boði Konfúsíusarstofnunar kl. 17:30 og síðan hefst fyrirlestur dagsins, sem miðað er við að taki um 30-40 mínútur.
Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu verða haldnir í Kínverska sendiráðinu að Bríetartúni 1, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 19. júlí kl. 19:00 og boðið verður upp á léttar veitingar.
Kínversk-íslenska menningarfélagið hefur valið þjóðlagasveitina Þula til þátttöku í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína 26.-31. júlí 2018.
Listahátíðin í Tianjin er hátíð sem haldin er sameiginlega af Vináttustofnun Kína við erlend ríki, Song Qingling sjóðnum og Borgarstjórn Tianjin borgar. Þema hátíðarinnar er friður, vinátta og framtíð. Hátíðin er gríðarstór og gert ráð fyrir þátttakendum frá allt að 100 löndum og verður gaman fyrir félagana í Þulu að taka þátt í svo fjölþjóðlegum menningarviðburði og það í Kína. Continue reading þula Fer Til Kína→
Mánudaginn 29. janúar kom hingað til lands Jin Zhijian nýskipaður sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins hér á landi ásamt eiginkonu sinni He Linyun.Continue reading Jin Zhijian Nýr Sendiherra Kína→
Alþjóðleg myndlistarsamkeppni og sýning í Kína í júlí 2018
Alþjóðleg myndlistarsamkeppni barna og sýning verður haldin í borginni Tianjin í Kína í júlí 2018.
Samkeppnin verður haldin á vegum Vináttustofnunar Kína við erlend ríki og borgaryfirvalda í Tianjin.
Á hátíðinni verða veitt verðlaun fyrir bestu myndirnar. Skipulagsnefnd hátíðarinnar býður börnum frá öllum heimshornum að taka þátt í þessari myndlistarsamkeppni.
Veitt verða gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir bestu verkin. Sýningin mun standa yfir í 8 daga. Bestu verkin verða síðan gefin út í myndabók og munu eintök af bókinni verða send til Sameinuðu þjóðanna, allra ríkisstjórna og allra erlendra sendiráða í Kína.Continue reading Alþjóðleg Myndlistarsamkeppni Og Sýning í Kína í Júlí 2018→
Langar þig að fara til Kína ? Þátttaka íslenskra ungmenna í alþjóðlegri listahátíð í Tianjin 27.-31. júlí 2018
Auglýst er eftir einstaklingum eða hópi ungmenna á aldrinum 13 – 18 ára til að taka þátt í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína dagana 27. -31. júlí 2018.