Allur Heimurinn í Kína

Allur heimurinn í Kína

Þorgerður Anna Björnsdóttir
kínverskukennari við Konfúsíusarstofnun

Síðan í æsku hef ég haft mikinn áhuga á tungumálum og menningu heimsins. Veturinn 2009-2010 gafst mér tækifæri að fara til Kína sem skiptinemi frá Háskóla Íslands. Ég fór til gömlu menningarborgarinnar Nanjing í Jiangsu-héraði, þar sem mikill fjöldi skiptinema stundaði nám við Nanjing háskóla. Við vorum þarna saman komin ungt námsfólk frá öllum hinum byggðu álfum heimsins og ég eignaðist fljótt góða vini  frá Indlandi, Chile, Kólumbíu, Eistlandi, Úsbekistan, Spáni, Þýskalandi, Póllandi, Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Suður-Afríku, Japan, Kóreu og Kína. Við æfðum okkur að handskrifa kínversk tákn, lærðum að prútta á mörkuðum og notuðum öll tækifæri til að ferðast saman um Kína í leit að ævintýrum. 

Continue reading Allur Heimurinn í Kína

Aðalfundur Kím 22.10.2019

Aðalfundur KÍM 22. október 2019
– á veitingastaðnum Jia Yao í Ármúla 5

66. starfsár Kínversk-íslenska menningarfélagsins.

Fundarstjóri: Kristján Jónsson
Fundarritari: Þorgerður Anna Björnsdóttir
Fundur settur kl.18:10 og fundargestir 24 talsins (Jin sendiherra og Sun Chi aðstoðarkona hans komu í lok fundar).

Formaður KÍM, Þorkell Ó. Árnason, biður G. Jökul Gíslason meðstjórnanda að tala fyrir sína hönd, þar sem hann er raddlítill eftir veikindi.

Jökull mælir með Kristjáni Jónssyni sem fundarstjóra og Þorgerði Önnu Björnsdóttur sem fundarritara. Er það samþykkt.

Continue reading Aðalfundur Kím 22.10.2019

Gaman í Kína

Gaman í Kína
Guðrún Margrét Þrastardóttir

Guðrún Margrét Þrastardóttir hóf störf í Sendiráði Íslands í Beijing árið 1999, og bjó í borginni í 3 ár.

Ég  var einstæð móðir og flutti með Þröst son minn til Beijing en við höfðum aldrei komið til Kína áður og hafði ég alls ekki leitt hugann að því að búa þar. Þröstur fékk skólavist í góðum alþjóðlegum skóla, þar sem hann naut sín daglega en hann ferðaðist þangað með skólabíl.

Í heimsókn í skóla Þrastar, Western Academy of Beijing árið 2014 – Þröstur með aðalkennara sínum
Í heimsókn í skóla Þrastar, Western Academy of Beijing árið 2014 – Þröstur með aðalkennara sínum
Continue reading Gaman í Kína

Eilífðar Unnusta Mín

Kína er eilífðar unnusta mín
Arnþór Helgason

Kínversk-íslenska menningarfélagið var stofnað haustið 1953. Árið áður hélt íslensk sendinefnd til Kína, en boð þar um hafði borist hingað til lands. Í nefndinni voru m.a. Jóhannes úr Kötlum og Þórbergur Þórðarson, fulltrúi Esperantista.

ThorbergurJohannes
Continue reading Eilífðar Unnusta Mín

Jarðfræðingur Með Kínadellu

Jarðfræðingur með kínadellu
Brynhildur Magnúsdóttir

Árið 2013 ákvað ég að setjast aftur á skólabekk eftir margra ára hlé, en ég hafði áður lokið M.Sc gráðu í Jarðfræði, og hóf nám í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Ég hafði nú ekki miklar væntingar um mikin námsárangur þegar ég hóf námið, en vonaðist til að ég myndi öðlast grundvallarskilning á tungumálinu, þannig að maður gæti bjargað sér úti á götu. Námið reyndist síðan bráðskemmtilegt, þó það hafi verið mjög erfitt að byrja að læra kínverskuna, og ákvað að ég útskrifast með B.a gráðu úr þessu námi, en til þess að ná því verða nemendur að dvelja eitt námsár í Kína í ströngu tungumálanámi. Ég valdi að fara til Ningbo háskóla, sem er í Zhejiang héraði í Kína, rétt fyrir sunnan Shanghai, en Ningbo háskóli er samstarfsháskóli Háskóla Íslands.

Continue reading Jarðfræðingur Með Kínadellu

Framandi Veröld

Edda Kristjánsdóttir

Ég hélt til Kína til náms haustið 1978. Fyrsta árið stundaði ég nám í kínversku. Kennslan var mjög stíf en árangursrík þannig að eftir fyrsta árið gat ég bjargað mér nokkuð vel á kínversku. Eftir þetta fyrsta ár fluttist ég yfir í Beijingháskólann og hóf nám í heimspekideild sem tók fjögur ár. Kunnáttan í kínverskunni sem ég hafði aflað mér á fyrsta árinu dugði þó skammt í kennslustundum til að byrja með þar sem umræðuefnin og orðaforðinn var allt annar. Þetta hafðist þó samt allt saman með miklum uppflettingum í orðabókum.

Keppnislið heimspekideildar á íþróttamóti í Beijingháskólanum 1979.
Keppnislið heimspekideildar á íþróttamóti í Beijingháskólanum 1979.
Continue reading Framandi Veröld

Auðfúsugestir Að Austan

Auðfúsugestir að austan
Arnar Steinn Þorsteinsson

Ég heiti Arnar Steinn Þorsteinsson og ég stundaði nám við Zhongshan Háskóla í Guangzhou, Kína, á árunum 2001 til 2006 og útskrifaðist með BA gráðu í kínversku og kínverskum fræðum. Þegar heim kom til Íslands haustið 2006 hóf ég störf í ferðaþjónustu, með áherslu á komu kínverskra og asískra ferðamanna til landins og hef starfað í ferðaþjónustunni meira og minna allar götur síðan.
Arnar við stöðuvatn
Continue reading Auðfúsugestir Að Austan

Kína Og Málefni Norðurslóða

Kína og málefni norðurslóða
Egill Þór Níelsson

Áhugi Kína á málefnum norðurslóða hefur stóraukist á undanförnum árum. Egill Þór Níelsson var við Heimskautastofnun Kína síðastliðin átta ár og fylgdist með þróun mála frá fyrstu hendi. Í erindi sínu greinir hann frá þátttöku sinni í leiðangri ísbrjótsins Snædrekans frá Kína til Íslands í gegnum N-Íshafið sumarið 2012, stofnun og starfsemi kínversk-norrænu norðurslóðamiðstöðvarinnar frá 2013 og setur þá reynslu í víðara samhengi við þátttöku Kína á norðurslóðum í vísindalegu samstarfi og alþjóðaviðskiptum með tilliti til breyttrar heimsmyndar.
Snarl og spjall um Kína
Egill Þór Níelsson er sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís og vinnur að doktorsverkefni um samskipti Kína og Norðurlandanna um málefni norðurslóða við Háskóla Íslands og Lapplandsháskóla. Continue reading Kína Og Málefni Norðurslóða

Konfúsíanismi í Kína Samtímans

Afturganga, endurfæðing eða dauður bókstafur?
Geir Sigurðsson, PhD.

Eftir að hafa verið menningarlegur grundvöllur kínverska keisaraveldisins nær óslitið í yfir 2000 ár átti konfúsíanismi sér fáa málsvara í Kína á fyrstu áratugum 20. aldar. Honum var hafnað af allflestum menntamönnum sem einni meginorsök hnignunar Kínaveldis gagnvart evrópsku nýlenduveldunum á 17.-19. öld og fulltrúa óafturkræfrar og óæskilegrar fortíðar. En áður en 20. öldin var öll tóku bæði menntamenn og sósíalísk yfirvöld aftur til við að hampa konfúsíanisma sem ákjósanlegri heimspeki til að leiða kínverskt samfélag inn í hina 21. Hvernig stóð á þessum róttæku umskiptum í garð hugmyndafræði sem kommúnistar kenndu jafnan við spillingu og afturhald? Hver er staða konfúsíanisma í Kína samtímans og hvers kyns hlutverki skyldu kínversk yfirvöld gera ráð fyrir að hann muni gegna í framtíðinni?
Geir
Continue reading Konfúsíanismi í Kína Samtímans