ókeypis Tónleikar þulu

Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu

Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu verða haldnir í Kínverska sendiráðinu að Bríetartúni 1, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 19. júlí kl. 19:00 og boðið verður upp á léttar veitingar.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur en nauðsynlegt að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: kim@kim.is . Ekki þarf að framvísa boðsmiðanum.
Þula
Continue reading ókeypis Tónleikar þulu

Kínverskukennsla

Kínverskukennsla
Þorgerður Anna Björnsdóttir

Það getur virst mjög erfitt fyrir fullorðna að læra kínversku en etv. mun auðveldara og skemmtilegra ef notaðar eru sömu aðferðir og Þorgerður Anna notar til þess að kenna litlum börnum. Hún hefur mjög lifandi og skemmtilega framkomu þannig að hún er ansi góð kennslukona. Þegar tungumál eru kennd í skólum er oft lögð mikla áherslu á málfræði og stafsetningu, en í kínversku eru notuð tákn og framburður skiptir miklu máli. Ef fullorðnir læra grunnatriði eins og Þorgerður Anna kennir þau þá geta þeir seinna fengist við flóknari atriði eins og setningarfræði.
Continue reading Kínverskukennsla

þula Fer Til Kína

Kínversk-íslenska menningarfélagið hefur valið þjóðlagasveitina Þula til þátttöku í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína 26.-31. júlí 2018.

Listahátíðin í Tianjin er hátíð sem haldin er sameiginlega af Vináttustofnun Kína við erlend ríki, Song Qingling sjóðnum og Borgarstjórn Tianjin borgar. Þema hátíðarinnar er friður, vinátta og framtíð. Hátíðin er gríðarstór og gert ráð fyrir þátttakendum frá allt að 100 löndum og verður gaman fyrir félagana í Þulu að taka þátt í svo fjölþjóðlegum menningarviðburði og það í Kína.
Continue reading þula Fer Til Kína