Category Archives: Fundir

Aðalfundur kím 17. október

Fundarboð

Aðalfundur Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) verður haldinn þriðjudaginn 17. október nk. á veitingastaðnum Tian, Grensásvegi 12 og hefst kl. 18:00.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf, samanber lög félagsins:
http://kim.is/log/

Eftir að almennum fundarstörfum lýkur segir Hinrik Hólmfríðar-og Ólason frá þátttöku sinni í alþjóðlegri ræðukeppni síðastliðið sumar, en Hinrik er vel mæltur á kínversku. Ýmislegt gerðist í ferðinni sem ætti að vekja athygli fólks.

Á eftir verður kínverskur matur á boðstólnum. Um er að ræða 8 rétta matseðil. Verð fyrir einstakling er 4.200 kr.

Þeir, sem hyggjast taka þátt í kvöldverðinum, eru beðnir að skrá sig eigi síðar en sunnudaginn 15. okt. fyrir kl. 22 í síma 8973766 eða á netfangið kim@kim.is.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Nýir félagsmenn eru boðnir hjartanlega velkomnir.

Eins og greint hefur verið frá gefur núverandi formaður, Arnþór Helgason, ekki kost á sér til endurkjörs. Arnþór hefur verið formaður félagsins í 30 ár í þremur lotum og meira eða minna tengdur stjórn þess í 43 ár af þeim 48 árum sem hann hefur verið í félaginu.

Eitt framboð hefur borist til formennsku í félaginu. Guðrún Margrét Þrastardóttir, sem hefur verið í stjórn og varastjórn frá 2009, býður sig fram til formanns.

Fólk er eindregið hvatt til að bjóða fram krafta sína í þágu þeirra málefna sem félagið vinnur að.

Með félagskveðju,

Stjórn Kím

Fyrirlestraröð um samskipti kína og ísland

Kina_og_Island_vefbordi3

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn stendur ásamt Kínverska
sendiráðinu, Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum og Kínversk íslenska menningarfélaginu fyrir fyrirlestraröð í hádeginu næstu þriðjudaga um samskipti Íslands og Kína. Fyrirlestraröðin tengist sýningu í Þjóðarbókhlöðu, sjá:
https://landsbokasafn.is/index.php/news/977/56/KiNA-OG-iSLAND-samskipti-vinathjoda.

Dagskrá fyrirlestraraðarinnar verður sem hér segir: Continue reading Fyrirlestraröð um samskipti kína og ísland

Skýrsla kím 2015-16

Skýrsla um starf Kínversk-íslenska menningarfélagsins
starfsárið 2015-16

Stjórn KÍM var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var á veitingastaðnum Tian í Reykjavík 9. nóvember 2015. Stjórnarfundir voru 7 á starfsárinu.

Sú ánægjulega breyting varð á starfi félagsins að efnt var til nokkurra funda auk kennslu í majiong-spilinu. Continue reading Skýrsla kím 2015-16

Aðalfundur kím 31. október

Aðalfundur Kím verður haldinn mánudaginn 31. október á veitingastaðnum Tían, Grensásvegi 12. Fundurinn hefst kl: 18:00 og borðhald kl: 19:30. Á boðstólnum verður fjölbreytilegur matseðill sem verður nánar kynntur síðar.

Takið þennan dag frá og bjóðið með ykkur gestum. Félagið þarf á fleiri félagsmönnum að halda.

Verð 4.000 kr. á mann.

Dagskrá og matseðill birt síðar

Fundur með nefnd kínversku listamannasamtakanna

Í júní 2016 sótti nefnd á vegum Kínversku listamannasamtakanna (China Federation of Literary and Art Circles) Kínversk-íslenska menningarfélagið heim, en nokkurt samstarf hefur verið á milli samtakanna um árabil. Tilgangur heimsóknarinnar var að efla þetta starf enn frekar.

Fundur með nefndarmönnum var haldinn á heimili Hrafns Gunnlaugssonar mánudaginn 20. júní. Af hálfu Kím sátu fundinn Guðrún Margrét Þrastardóttir, Kristján H. Kristjánsson og Ásgeir Beinteinsson auk gestgjafans, Hrafns, sem sýndi gestum húsið og umhverfi þess. Sérstaklega var skoðaður járnhörgurinn sem  Hilmar Örn Hilmarsson,
allsherjargoði, helgaði Óðni árið 2014. Continue reading Fundur með nefnd kínversku listamannasamtakanna

Endalok menningarbyltingarinnar og arfleifð mao’s formanns

Kínversk-íslenska menningarfélagið efnir til fundar miðvikudaginn 1. júní nk. kl. 20:00 í Kínasafni Unnar, Njálsgötu 33, en  um þetta leyti eru 50 ár síðan menningarbyltingunni var hrundið af stað.

Ragnar Baldursson, fyrsti sendiráðsfulltrúi íslenska sendiráðsins í Beijing og fyrrum formaður KÍM, flytur erindið Endalok Menningarbyltingarinnar og arfleifð Mao’s formanns.

Hann mun einnig kynna bók sína, Ninteen Seventy-Six, Penguin China Special sem fjallar um atburði ársins þegar Mao formaður lést
en Ragnar var þá nýkominn til náms í Pekingháskóla.

Ragnar er einhver fjölfróðasti Íslendingur um kínversk málefni á þessari öld og sögu landsins. Eru því allar líkur á að um skemmtilegt og fróðlegt erindi verði að ræða og áhugaverðar umræður að erindinu loknu.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Stjórn KÍM

Nineteen-Seventy-Six

Ragna_Hopmynd

Kím heldur majiang-spilanámskeið 17.apríl 2016 kl 14-17 í iðnó.

Zhou Junqing, kennari við HÍ, heldur erindi um spilið. Jia Yucheng og Fei Jie, háskólakennarar, verða einnig með okkur og eru tilbúnir að leiðbeina fólki á fyrsta MaJiang degi félagsins. Hugsanlegt er að 1-2 kínverjar til viðbótar með þekkingu á MaJiang sláist í hópinn!

Spil__1_April2016

Við höfum bókað salinn uppi í Iðnó og aðgangur verður ókeypis. Ef félögum finnst spilið skemmtilegt verður stofnaður MaJiang klúbbur sem mun þá hittast og spila mánaðarlega.

Spil_2_April2016

Aðgangur er ókeypis en skráið mætingu hér:
https://docs.google.com/forms/d/1O9bqOOFw12t0sY2s_XSRy0UmCkZaZFJOA2uEcadEj5w/viewform?ths=true&edit_requested=true

——————————–

Kim presents: MaJiang introduction 17.apríl 2016 at 14-17 at Iðnó (next to the Reykjavík City Council)

Zhou Junqing, teacher at the University of Iceland, will hold a short lecture.

University teachers Jia Yucheng and Fei Jie will also be with us and are willing to guide us on our first MaJiang day.

We have booked the hall upstairs in Iðnó and participation will be free of charge. If it is a success then a MaJiang club will be established that will then meet and play monthly.

Participation is free but please register here:
https://docs.google.com/forms/d/1O9bqOOFw12t0sY2s_XSRy0UmCkZaZFJOA2uEcadEj5w/viewform?ths=true&edit_requested=true

 

Fundarboð aðalfundar

Aðalfundur Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) verður haldinn miðvikudaginn 21. október nk. kl. 18:00 Í Norræna húsinu.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf, samanber lög félagsins, http://kim.is/log/ , auk annarra atriða.

Sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, Zhang Weidong, verður gestur fundarins og flytur ávarp.

Eftir að aðalfundarstörfum lýkur verður kínverskur matur á boðstólnum í veitingasal hússins. Verð fyrir einstakling er 3700 kr.

MATSEÐILL

Mapo tofu
Kryddað tofu með nautakjöti
麻婆豆腐

Lamb dumpling
Grænarbaunir og sveppir
羊肉水饺

Heilbakaður Karfi
tómatur, ananas og hnetur
茄汁“红鱼”

Pönnusteikt árstíðargrænmeti
með hvítlauk
蒜蓉炒时蔬

Engifer brule að hætti Yingzi Shi
焦糖姜撞奶 à la Yingzi Shi

Síðan hefst dagskrá þar sem fjallað verður um ferð, sem KÍM skipulagði á alþjóðlega listahátíð æskufólks í Tianjin í sumar, en frammistaða Íslendinga vakti mikla athygli. Fluttur verður hluti dagskrár íslensku þátttakendanna og sýnd kvikmynd, sem gerð var um ferðina.

Þeir, sem hyggjast taka þátt í kvöldverðinum, eru vinsamlegast beðnir að skrá sig eigi síðar en mánudaginn 19. okt. fyrir kl. 12 á hádegi í síma 5611703, 8973766 eða á netfangið kim@kim.is.

Innheimtuseðlar vegna félagsgjalda hafa nýlega verið sendir heim til félagsmanna eða í netbanka. Stjórnin væntir þess að menn styðji félagið,. Fjölmargt er framundan á næsta starfsári, enda er ýmislegt í undirbúningi svo sem aukið starf í þágu félagsmanna o.fl.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Nýir félagsmenn eru boðnir hjartanlega velkomnir.

Með félagskveðju,

Stjórn Kím