Sjá nánari upplýsingar í pdf-skjali hér að neðan:
kina_skra17
———-
Laugardaginn 12. nóvember kl. 14.30 verður opnuð í Þjóðarbókhlöðu sýningin Kína og Ísland -samskipti vinaþjóða. Sýningin fjallar um menningar- og stjórnmálasamskipti Kína og Íslands, en í ár er þess minnst að 45 ár eru liðin frá því stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Kína þann 8. desember 1971. Síðan þá hafa samskiptin aukist jafnt og þétt. Kína opnaði sendiráð í Reykjavík árið 1972 og Ísland opnaði sendiráð í Beijing árið 1995. Samningar eru í gildi milli þjóðanna á sviði viðskipta, menningar og ferðaþjónustu.
Sýningin er unnin í samstarfi Kínverska sendiráðsins á Íslandi, Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, China International Publishing Group, Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, að undirlagi Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Ólafs Egilssonar fyrrum sendiherra.
Við opnunina flytja ávörp Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Yu Tao forstjóri China Pictorial (hluti af CIPG), Gunnar Snorri Gunnarsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Kína, Zhang Weidong sendiherra Kína á Íslandi, Magnús Björnsson forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa og Arnþór Helgason vináttusendiherra og formaður KÍM.