Föstudaginn 16. febrúar héldu Íslensk-kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) og Kínversk-íslenska Menningarfélagið (KÍM) upp á kínverska nýárið á veitingastaðnum Fönix.
Heiðursgestir voru nýr sendiherra Kína Jin Zhijian og eiginkona hans He Linyun. Jin Zhijian var hér áður á árunum 1988 – 1991 og er fyrsti sendiherrann frá Kína sem talar íslensku.
Ársæll Harðarson formaður ÍKV hélt opnunarræðu og Guðrún Mar. Þrastardóttir formaður KÍM fylgdi á eftir og kynnti starfið framundan.
Veitingar voru góðar en það var uppistandarinn Helgi Gunnlaugsson sem stal senunni með frábærri skemmtun. Helgi lærði í Peking University og var uppistandið hans á íelsnku, ensku, spænsku og kínversku. Sendiherran Jin Zhijian hafði mjög gaman af því hvernig Helgi lék sér með mismunandi framburði og málýskur í Kína og bætti við að ef hann lokaði augunum þá myndi hann halda að heimamaður væri að tala.
Meðfylgjandi eru myndir frá kvöldinu sem Íslensk-kínverska viðskiptaráðið tóku.
Við minnum svo á uppákomuna hjá Unni annað kvöld, í fyrirlestraröðinni “Það ku vera fallegt í Kína”.