Kína og seinni heimsstyrjöldin
Það ku vera fallegt í Kína
Kína var annað stærsta átakasvæði seinni heimstyrjaldarinnar. Japanir höfðu hafið innrás í Kína 1932 og það braust út allsherjarstríð 1937. Tug milljónir mannslífa áttu eftir að tapast og eyðileggingin var gífurleg. Átökin í Kína höfðu síðan veruleg áhrif og leiddu til árásar Japana á Perluhöfn. Þrátt fyrir það er lítið vitað um þessi átök á vesturlöndum.
G. Jökull Gíslason hefur ferðast um söguslóðir í Kína og kennt námskeið um Kína og seinni heimsstyrjöldina hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og um jólin 2017 kom út bók hans “Föðurlandsstríðið mikla og María Mitrofanova”.
Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 22. mars í hinu glæsilega Kínasafni Unnar að Njálsgötu 33B, 101 Reykjavík. Safnið opnar kl. 18:00 með súpu og spjalli. Um 18:30 hefst síðan fyrirlesturinn sem miðað er við að taki u.þ.b. 30-40 mínútur. Aðgangseyrir er 1000 krónur og er aðeins tekið við greiðslu með seðlum, ekki debet- eða kreditkortum. Ásamt súpu er brauð, kremkex og te í boði. Vegna þess að mikið er af brotthættum og verðmætum munum í safninu er miðað við 12 ára aldurstakmark.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síðasta lagi daginn fyrir viðburð með því að senda tölvupóst á kinaklubbur@simnet.is eða með því að hringja í síma 551 2596.
Hér er hægt að lesa um aðra viðburði undir heitinu Það ku vera fallegt í Kína.
https://kim.is/2018/02/17/thad-ku-vera-fallegt-kina/#more-575