Erindið flutt á ensku – Lecture in English
Yabei Hu flytur erindi á ensku sem heitir “The 6 teas of China” og fjallar um hinar 6 mismunandi tegundir af te sem til eru, frægar tegundir af hverri tegund, hvað er te og hvað er ekki te, hvernig er te ræktað og unnið. Hvar eru þau ræktuð. Hvernig á að þekkja gott te og boðið verður upp á að smakka þessar 6 tegundir.
Hún er með Bsc. í tefræðum frá Hunan Agricultural University og MBA frá Lingnan Sun Yat-Sen University í Guangzhou og mun hún einnig fjalla um námið.
Þessi viðburður er á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa, sem býður einnig upp á ókeypis veitingar. Hann verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar 2019 kl. 17:30 – í stofu VHV-007, sem er í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna.
Áður en fyrirlesturinn hefst verður boðið upp á veitingar og geta gestir spjallað saman og notið þeirra en síðan tekur fyrirlesturinn við sem áætlað er að taki um 45 mínútur.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
Viðburðurinn (event) á Facebook