Dásamleg kínversk-íslensk testund
Síðastliðinn sunnudag var haldin kínversk-íslensk testund við skátaskálann á Lækjarbotnum. Skammt frá er tær berglind og var vatnið tekið beint úr henni og notað til að hella upp á hágæða kínverskt pu’er te og hvítt te . Jafnframt var boðið upp á lífrænt brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, bæði hrísgrjónabrauð og brauð unnið úr íslensku korni.
Rigning hafði verið svolítið áhyggjuefni við skipulag dagsins en einmitt síðdegis þennan sunnudag var vor í lofti. Veðrið lék við gesti samkomunnar sem nutu tedrykkjunnar í kyrrð íslenskrar náttúru. Söngskálar ómuðu og hughrífandi tónar. Að lokum voru gerðar tai-chi (太极) æfingar til að vekja upp líkamann. Dásamlegur dagur í alla staði og mögulegt að þetta verði endurtekið síðar.
Við hjá Kínversk-íslenska menningarfélaginu og Konfúsíusarstofnun þökkum Qing í Heilsudrekanum sérstaklega fyrir að láta þessa testund verða að veruleika og þökkum Sigfúsi bakara fyrir brauðið sem hann smurði og gaf gestum að smakka.
Myndir: Heilsudrekinn, KÍM Kínversk-íslenska menningarfélagið, Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og Heilsudrekinn
One thought on “Dásamleg Testund”