Category Archives: Ferðalög

Austurförin Yfir Kínverskubrúna

Austurförin yfir Kínverskubrúna
Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir og Rósa Birgitta Ísfeld

Mæðgurnar Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir og Rósa Birgitta Ísfeld héldu í sína fyrstu Kínareisu nú í október. Ísadóra er nemandi í 10. bekk Laugalækjarskóla og er margt til lista lagt. Hún hefur m.a. lært kínversku frá unga aldri og fór til Tianjin sem fulltrúi Íslands í alþjóðlegu ræðu- og hæfileikakeppnina Kínverskubrúna, sem haldin er árlega í Kína. Þar flutti Ísadóra ræðu og söng á kínversku auk þess að leika á trompet í sýningaratriði sínu. Mæðgurnar munu deila upplifunum sínum af ferðalaginu og þessu fjölmenna ungmennamóti, þar sem keppendur frá öllum heimshornum sýndu listir sínar. Continue reading Austurförin Yfir Kínverskubrúna

Rót – Allt Sem þú þarft Að Vita Um Kína Og Meira Til

Lína Guðlaug Atladóttir mun fjalla um bókina RÓT sem hún skrifaði og gaf út nýlega (obs.is). Ævintýraleg nútímavæðing, hraður uppgangur Kína, útrásarvíkingar, ópíumsalar og teþjófar koma meðal annars við sögu.
Rot
Hún fjallar um breytingar frá keisarastjórn til kommúnistastjórnar, menningarmun, áskoranir og áhrifavalda.
Continue reading Rót – Allt Sem þú þarft Að Vita Um Kína Og Meira Til

Allur Heimurinn í Kína

Allur heimurinn í Kína

Þorgerður Anna Björnsdóttir
kínverskukennari við Konfúsíusarstofnun

Síðan í æsku hef ég haft mikinn áhuga á tungumálum og menningu heimsins. Veturinn 2009-2010 gafst mér tækifæri að fara til Kína sem skiptinemi frá Háskóla Íslands. Ég fór til gömlu menningarborgarinnar Nanjing í Jiangsu-héraði, þar sem mikill fjöldi skiptinema stundaði nám við Nanjing háskóla. Við vorum þarna saman komin ungt námsfólk frá öllum hinum byggðu álfum heimsins og ég eignaðist fljótt góða vini  frá Indlandi, Chile, Kólumbíu, Eistlandi, Úsbekistan, Spáni, Þýskalandi, Póllandi, Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Suður-Afríku, Japan, Kóreu og Kína. Við æfðum okkur að handskrifa kínversk tákn, lærðum að prútta á mörkuðum og notuðum öll tækifæri til að ferðast saman um Kína í leit að ævintýrum. 

Continue reading Allur Heimurinn í Kína

Eilífðar Unnusta Mín

Kína er eilífðar unnusta mín
Arnþór Helgason

Kínversk-íslenska menningarfélagið var stofnað haustið 1953. Árið áður hélt íslensk sendinefnd til Kína, en boð þar um hafði borist hingað til lands. Í nefndinni voru m.a. Jóhannes úr Kötlum og Þórbergur Þórðarson, fulltrúi Esperantista.

ThorbergurJohannes
Continue reading Eilífðar Unnusta Mín

Jarðfræðingur Með Kínadellu

Jarðfræðingur með kínadellu
Brynhildur Magnúsdóttir

Árið 2013 ákvað ég að setjast aftur á skólabekk eftir margra ára hlé, en ég hafði áður lokið M.Sc gráðu í Jarðfræði, og hóf nám í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Ég hafði nú ekki miklar væntingar um mikin námsárangur þegar ég hóf námið, en vonaðist til að ég myndi öðlast grundvallarskilning á tungumálinu, þannig að maður gæti bjargað sér úti á götu. Námið reyndist síðan bráðskemmtilegt, þó það hafi verið mjög erfitt að byrja að læra kínverskuna, og ákvað að ég útskrifast með B.a gráðu úr þessu námi, en til þess að ná því verða nemendur að dvelja eitt námsár í Kína í ströngu tungumálanámi. Ég valdi að fara til Ningbo háskóla, sem er í Zhejiang héraði í Kína, rétt fyrir sunnan Shanghai, en Ningbo háskóli er samstarfsháskóli Háskóla Íslands.

Continue reading Jarðfræðingur Með Kínadellu

Auðfúsugestir Að Austan

Auðfúsugestir að austan
Arnar Steinn Þorsteinsson

Ég heiti Arnar Steinn Þorsteinsson og ég stundaði nám við Zhongshan Háskóla í Guangzhou, Kína, á árunum 2001 til 2006 og útskrifaðist með BA gráðu í kínversku og kínverskum fræðum. Þegar heim kom til Íslands haustið 2006 hóf ég störf í ferðaþjónustu, með áherslu á komu kínverskra og asískra ferðamanna til landins og hef starfað í ferðaþjónustunni meira og minna allar götur síðan.
Arnar við stöðuvatn
Continue reading Auðfúsugestir Að Austan

ólík Menning Og þjónusta?

Hvað er líkt með Íslendingum og Kínverjum
Margrét Reynisdóttir

Erindi Margrétar er byggt á nýrri bók sem hún er höfundur að Cultural Impact on Service Quality – Hospitality Tips for Effective Communication with Tourists (2019). Markmiðið er að skoða bæði hvað rannsóknir og reynslan hérlendis sýnir að einkenni ferðamenn frá Kína. Einnig hvað Íslendingar og Kínverjar eiga sameiginlegt.
Margret
Continue reading ólík Menning Og þjónusta?