Það ku vera fallegt í Kína Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur
Unnur Guðjónsdóttir rekur Kínaklúbb Unnar og hefur í yfir þrjátíu ár farið með Íslendinga í ferðir til Kína þar sem hún kynnir menningu landsins til sveita og borga. Auk Kínaklúbbsins rekur hún Kínasafn að Njálsgötu 33B og má þar líta ótrúlegt úrval fallegra og merkra muni frá Kínaveldi. Continue reading Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur→
Flestir staðir heimsins eru á einhvern hátt frásagnaverðir en á sumum stöðum birtist saga mannkyns svo skýrt að hún getur setið fyrir á ljósmynd. Á ferðum sínum undanfarna áratugi hefur Einar Falur Ingólfsson elt uppi þessa staði. Hann myndar rústir Tvíburaturnanna á meðan enn rýkur úr þeim í september 2001. Hann siglir um Yangtze-fljót rétt áður en lokið var við stærsta mannvirki síðari alda, hina tröllauknu Þriggja gljúfra stíflu í Kína. Hann slæst í hóp milljóna manna sem elta augnablikið þegar líf þeirra sameinast eilífum undrum og hann fetar djúpt í iður jarðar í slóð námumanna sem skipta á blóði og silfri. Í einstöku samspili stórskemmtilegra frásagna og áhrifamikilla ljósmynda verður til svipmynd af heiminum á okkar dögum. Heimi án vegabréfs. Continue reading Bók Einars Fals M.a.um Kína→
Haustið 2011 var 5 manna sendinefnd frá KÍM boðið til Kína vegna
undirbúnings 60 ára afmælis félagsins árið 2013.
Voru ýmsar stofnanir skoðaðar svo sem brúðuleikhús, borgarstjóri Suzhou var sóttur heim og farið á fund deildarstjóra í Mennta- og
menningarmálaráðuneyti Kína.
Þá tók nefndin þátt í samkomu í tilefni af 40 ára stjórnmálaafmæli
Íslands og Kína þar sem þær Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný
Guðmundsdóttir skemmtu gestum.
Í nefndinni voru Arnþór Helgason, Kristján Jónsson, Edda
Kristjánsdóttir, Smári Baldursson og Sigrún Davíðs.
Þessa frásögn má finna á síðu Borgarbókasafns Shanghai.