Category Archives: Fundir

Jarðfræði Kína

Kína býr yfir miklum jarðfræðilegum fjölbreytileika, gríðarlega langri jarðsögu og fallegu landslagi sem m.a. var fyrirmyndin af fljótandi klettum í kvikmyndinni Avatar. Brynhildur Magnúsdóttir, jarðfræðingur og jarðfræðikennari við Landbúnaðarháskóla Íslands mun flytja erindi á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa, sem býður einnig upp á ókeypis veitingar. Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 13. september kl. 17:30 – í stofu VHV-007, sem er í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Fyrst geta gestir spjallað saman og fengið sér veitingar en síðan er fyrirlesturinn sem miðað er við að taki um 30-40 mínútur.
Continue reading Jarðfræði Kína

það Ku Vera Fallegt í Kína

Það ku vera fallegt í Kína
Snarl og spjall um Kína haustið 2018

Kínversk-íslenska menningarfélagið og Konfúsíusarstofnunin Norðurljós standa fyrir mánaðarlegum viðburðum þar sem gestum er boðið að hittast, spjalla saman og hlusta á fjölbreytta fyrirlestra tengdum Kína. Viðburðirnir verða í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Fyrst er boðið upp á léttar veitingar í boði Konfúsíusarstofnunar kl. 17:30 og síðan hefst fyrirlestur dagsins, sem miðað er við að taki um 30-40 mínútur.

Viðburðirnir eru ókeypis og allir velkomnir. Continue reading það Ku Vera Fallegt í Kína

Kína Og Seinni Heimstyrjöldin

Kína og seinni heimsstyrjöldin
Gísli Jökull Gíslason

Fimmtudaginn 22. mars hélt Gísli Jökull Gíslason fyrirlestur um Kína og seinni heimstyrjöldina.
Jökull flutti erindi um um Kína og seinni heimstyrjöldina.

Gísli Jökull Gíslason er höfundur bókarinnar Föðurlandsstríðið mikla og María Mitrofanova og hefur kennt námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um þetta efni. Continue reading Kína Og Seinni Heimstyrjöldin

það Ku Vera Fallegt í Kína

Það ku vera fallegt í Kína
Snarl og spjall um Kína

Kínversk-íslenska menningarfélagið stendur fyrir mánaðarlegum viðburðum þar sem fólk sem hefur áhuga á Kína getur hist, spjallað saman og hlustað á fjölbreytta fyrirlestra um Kína. Boðið verður upp á súpu og te á undan og lagt upp með að hafa þetta heimilislegt og afslappað. Continue reading það Ku Vera Fallegt í Kína

Aðalfundur Kím 17. Október

Fundarboð

Aðalfundur Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) verður haldinn þriðjudaginn 17. október nk. á veitingastaðnum Tian, Grensásvegi 12 og hefst kl. 18:00.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf, samanber lög félagsins:
https://kim.is/log/

Eftir að almennum fundarstörfum lýkur segir Hinrik Hólmfríðar-og Ólason frá þátttöku sinni í alþjóðlegri ræðukeppni síðastliðið sumar, en Hinrik er vel mæltur á kínversku. Ýmislegt gerðist í ferðinni sem ætti að vekja athygli fólks.

Á eftir verður kínverskur matur á boðstólnum. Um er að ræða 8 rétta matseðil. Verð fyrir einstakling er 4.200 kr.

Þeir, sem hyggjast taka þátt í kvöldverðinum, eru beðnir að skrá sig eigi síðar en sunnudaginn 15. okt. fyrir kl. 22 í síma 8973766 eða á netfangið kim@kim.is.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Nýir félagsmenn eru boðnir hjartanlega velkomnir.

Eins og greint hefur verið frá gefur núverandi formaður, Arnþór Helgason, ekki kost á sér til endurkjörs. Arnþór hefur verið formaður félagsins í 30 ár í þremur lotum og meira eða minna tengdur stjórn þess í 43 ár af þeim 48 árum sem hann hefur verið í félaginu.

Eitt framboð hefur borist til formennsku í félaginu. Guðrún Margrét Þrastardóttir, sem hefur verið í stjórn og varastjórn frá 2009, býður sig fram til formanns.

Fólk er eindregið hvatt til að bjóða fram krafta sína í þágu þeirra málefna sem félagið vinnur að.

Með félagskveðju,

Stjórn Kím

Fyrirlestraröð Um Samskipti Kína Og ísland

Kina_og_Island_vefbordi3

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn stendur ásamt Kínverska
sendiráðinu, Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum og Kínversk íslenska menningarfélaginu fyrir fyrirlestraröð í hádeginu næstu þriðjudaga um samskipti Íslands og Kína. Fyrirlestraröðin tengist sýningu í Þjóðarbókhlöðu, sjá:
https://landsbokasafn.is/index.php/news/977/56/KiNA-OG-iSLAND-samskipti-vinathjoda.

Dagskrá fyrirlestraraðarinnar verður sem hér segir: Continue reading Fyrirlestraröð Um Samskipti Kína Og ísland

Skýrsla Kím 2015-16

Skýrsla um starf Kínversk-íslenska menningarfélagsins
starfsárið 2015-16

Stjórn KÍM var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var á veitingastaðnum Tian í Reykjavík 9. nóvember 2015. Stjórnarfundir voru 7 á starfsárinu.

Sú ánægjulega breyting varð á starfi félagsins að efnt var til nokkurra funda auk kennslu í majiong-spilinu. Continue reading Skýrsla Kím 2015-16

Aðalfundur Kím 31. Október

Aðalfundur Kím verður haldinn mánudaginn 31. október á veitingastaðnum Tían, Grensásvegi 12. Fundurinn hefst kl: 18:00 og borðhald kl: 19:30. Á boðstólnum verður fjölbreytilegur matseðill sem verður nánar kynntur síðar.

Takið þennan dag frá og bjóðið með ykkur gestum. Félagið þarf á fleiri félagsmönnum að halda.

Verð 4.000 kr. á mann.

Dagskrá og matseðill birt síðar

Fundur Með Nefnd Kínversku Listamannasamtakanna

Í júní 2016 sótti nefnd á vegum Kínversku listamannasamtakanna (China Federation of Literary and Art Circles) Kínversk-íslenska menningarfélagið heim, en nokkurt samstarf hefur verið á milli samtakanna um árabil. Tilgangur heimsóknarinnar var að efla þetta starf enn frekar.

Fundur með nefndarmönnum var haldinn á heimili Hrafns Gunnlaugssonar mánudaginn 20. júní. Af hálfu Kím sátu fundinn Guðrún Margrét Þrastardóttir, Kristján H. Kristjánsson og Ásgeir Beinteinsson auk gestgjafans, Hrafns, sem sýndi gestum húsið og umhverfi þess. Sérstaklega var skoðaður járnhörgurinn sem  Hilmar Örn Hilmarsson,
allsherjargoði, helgaði Óðni árið 2014. Continue reading Fundur Með Nefnd Kínversku Listamannasamtakanna