Kínversk íslenska menningarfélagið var stofnað 20. október árið 1953 og í fyrstu stjórn þess voru Jakob Benediktsson, Jóhannes úr Kötlum, Nanna Ólafsdóttir, Ísleifur Högnason, Sigurður Guðmundsson, Skúli Þórðarson og Zophonías Jónsson. Continue reading Kínversk íslenska Menningarfélagið 70 ára→
Speech of H.E. Ambassador He Rulong at the Symposium and Briefing Marking the 70th Anniversary of the Founding of KÍM (13:00, November 29. House of Collections)
Dear Chairman Arnar Steinn Þorsteinsson, Ladies and gentlemen,
Aðalfundur KÍM 01. nóvember 2023 á veitingastaðnum Tian
70. starfsár Kínversk-Íslenska menningarfélagsins.
Fundarstjóri: G. Jökull Gíslason og Kristján Jónsson í kosningahluta fundarins
Fundur settur kl.18:15 og fundargestir 21 talsins.
Formaður KÍM, Kristján Jónsson, tekur til máls, setur fundinn og býður gesti velkomna. 1. Skýrsla formanns.
Formaður fór yfir starfsemi síðasta árs, og greindi frá því að fyrri formaður KÍM, Þorkell Ólafur Árnason, hefði sagt sig frá störfum vegna slæmrar heilsu og varaformaður þá tekið við. Kristján minnti á að þetta er 70. starfsár KÍM en það var stofnað árið 1953 og að félagið sé elsta starfandi menningarfélagið með tengsl við Kína. Continue reading Fundargerð Aðalfundar Kím 1. Nóvember 2023→
Guðrún Margrét Þrastardóttir hóf störf í Sendiráði Íslands í Beijing árið 1999, og bjó í borginni í 3 ár.
Ég var einstæð móðir og flutti með Þröst son minn til Beijing en við höfðum aldrei komið til Kína áður og hafði ég alls ekki leitt hugann að því að búa þar. Þröstur fékk skólavist í góðum alþjóðlegum skóla, þar sem hann naut sín daglega en hann ferðaðist þangað með skólabíl.
Það getur virst mjög erfitt fyrir fullorðna að læra kínversku en etv. mun auðveldara og skemmtilegra ef notaðar eru sömu aðferðir og Þorgerður Anna notar til þess að kenna litlum börnum. Hún hefur mjög lifandi og skemmtilega framkomu þannig að hún er ansi góð kennslukona. Þegar tungumál eru kennd í skólum er oft lögð mikla áherslu á málfræði og stafsetningu, en í kínversku eru notuð tákn og framburður skiptir miklu máli. Ef fullorðnir læra grunnatriði eins og Þorgerður Anna kennir þau þá geta þeir seinna fengist við flóknari atriði eins og setningarfræði. Continue reading Kínverskukennsla→
Kína og seinni heimsstyrjöldin Gísli Jökull Gíslason
Fimmtudaginn 22. mars hélt Gísli Jökull Gíslason fyrirlestur um Kína og seinni heimstyrjöldina.
Gísli Jökull Gíslason er höfundur bókarinnar Föðurlandsstríðið mikla og María Mitrofanova og hefur kennt námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um þetta efni.Continue reading Kína Og Seinni Heimstyrjöldin→
Það ku vera fallegt í Kína Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur
Unnur Guðjónsdóttir rekur Kínaklúbb Unnar og hefur í yfir þrjátíu ár farið með Íslendinga í ferðir til Kína þar sem hún kynnir menningu landsins til sveita og borga. Auk Kínaklúbbsins rekur hún Kínasafn að Njálsgötu 33B og má þar líta ótrúlegt úrval fallegra og merkra muni frá Kínaveldi. Continue reading Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur→