Category Archives: Menning

Chinese Folk Culture

Chinese Folk Culture
Thoughts On A Popular Idiom Dragon Soaring and Tiger Leaping
Huimin Qi

The  lecture is in  English

Long teng hu yue (龙腾虎跃)is a Chinese idiom. Its literal translation is “dragon soaring and tiger leaping”. Why is this an idiom that Chinese people like so much, and what does it have to do with the daily life of Chinese people? The dragon and the tiger both have a very deep meaning within Chinese culture. This lecture will explain the meaning of the idiom in Chinese life through Chinese folklore cultures.Huimin Qi Continue reading Chinese Folk Culture

Fögnum Kínverska Nýárinu

Allir velkomnir að fagna ári rottunnar

Framundan eru tveir viðburðir til að fagna hinu kínverska nýári.
Rottuár
Konfúsíusarstofnun býður í samstarfi við Kínverska sendiráðið gesti velkomna á opinn dag í Hörpu, á 2. hæð, sunnudaginn 2. febrúar kl. 13:30-16:00. Dagskráin er að venju fjölbreytt og skemmtileg. Allir velkomnir að fagna ári rottunnar. Continue reading Fögnum Kínverska Nýárinu

ættleidd Frá Kína

Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir er á öðru ári í Kvennaskólanum í Reykjavík.  Hún er ættleidd frá Kína og hefur búið á Íslandi frá því hún var 14 mánaða. Í kynningunni mun hún tala um það hvernig það hefur verið fyrir hana að búa á Íslandi, hafandi annað útlit og annan bakgrunn en flestir Íslendingar. Þá mun hún líka tala um ferðina sína aftur til Kína og upplifun þar en þangað fór  með móður sinni árið 2011 til að heimsækja gamlar slóðir. Continue reading ættleidd Frá Kína

Allur Heimurinn í Kína

Allur heimurinn í Kína

Þorgerður Anna Björnsdóttir
kínverskukennari við Konfúsíusarstofnun

Síðan í æsku hef ég haft mikinn áhuga á tungumálum og menningu heimsins. Veturinn 2009-2010 gafst mér tækifæri að fara til Kína sem skiptinemi frá Háskóla Íslands. Ég fór til gömlu menningarborgarinnar Nanjing í Jiangsu-héraði, þar sem mikill fjöldi skiptinema stundaði nám við Nanjing háskóla. Við vorum þarna saman komin ungt námsfólk frá öllum hinum byggðu álfum heimsins og ég eignaðist fljótt góða vini  frá Indlandi, Chile, Kólumbíu, Eistlandi, Úsbekistan, Spáni, Þýskalandi, Póllandi, Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Suður-Afríku, Japan, Kóreu og Kína. Við æfðum okkur að handskrifa kínversk tákn, lærðum að prútta á mörkuðum og notuðum öll tækifæri til að ferðast saman um Kína í leit að ævintýrum. 

Continue reading Allur Heimurinn í Kína

Eilífðar Unnusta Mín

Kína er eilífðar unnusta mín
Arnþór Helgason

Kínversk-íslenska menningarfélagið var stofnað haustið 1953. Árið áður hélt íslensk sendinefnd til Kína, en boð þar um hafði borist hingað til lands. Í nefndinni voru m.a. Jóhannes úr Kötlum og Þórbergur Þórðarson, fulltrúi Esperantista.

ThorbergurJohannes
Continue reading Eilífðar Unnusta Mín

Konfúsíanismi í Kína Samtímans

Afturganga, endurfæðing eða dauður bókstafur?
Geir Sigurðsson, PhD.

Eftir að hafa verið menningarlegur grundvöllur kínverska keisaraveldisins nær óslitið í yfir 2000 ár átti konfúsíanismi sér fáa málsvara í Kína á fyrstu áratugum 20. aldar. Honum var hafnað af allflestum menntamönnum sem einni meginorsök hnignunar Kínaveldis gagnvart evrópsku nýlenduveldunum á 17.-19. öld og fulltrúa óafturkræfrar og óæskilegrar fortíðar. En áður en 20. öldin var öll tóku bæði menntamenn og sósíalísk yfirvöld aftur til við að hampa konfúsíanisma sem ákjósanlegri heimspeki til að leiða kínverskt samfélag inn í hina 21. Hvernig stóð á þessum róttæku umskiptum í garð hugmyndafræði sem kommúnistar kenndu jafnan við spillingu og afturhald? Hver er staða konfúsíanisma í Kína samtímans og hvers kyns hlutverki skyldu kínversk yfirvöld gera ráð fyrir að hann muni gegna í framtíðinni?
Geir
Continue reading Konfúsíanismi í Kína Samtímans

ólík Menning Og þjónusta?

Hvað er líkt með Íslendingum og Kínverjum
Margrét Reynisdóttir

Erindi Margrétar er byggt á nýrri bók sem hún er höfundur að Cultural Impact on Service Quality – Hospitality Tips for Effective Communication with Tourists (2019). Markmiðið er að skoða bæði hvað rannsóknir og reynslan hérlendis sýnir að einkenni ferðamenn frá Kína. Einnig hvað Íslendingar og Kínverjar eiga sameiginlegt.
Margret
Continue reading ólík Menning Og þjónusta?