Category Archives: Sagnfræði

Fyrirlestraröð Um Samskipti Kína Og ísland

Kina_og_Island_vefbordi3

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn stendur ásamt Kínverska
sendiráðinu, Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum og Kínversk íslenska menningarfélaginu fyrir fyrirlestraröð í hádeginu næstu þriðjudaga um samskipti Íslands og Kína. Fyrirlestraröðin tengist sýningu í Þjóðarbókhlöðu, sjá:
https://landsbokasafn.is/index.php/news/977/56/KiNA-OG-iSLAND-samskipti-vinathjoda.

Dagskrá fyrirlestraraðarinnar verður sem hér segir: Continue reading Fyrirlestraröð Um Samskipti Kína Og ísland

Bók Ragnars Baldurssonar Um Kína

Ragnar Baldursson, fyrsti sendiráðsfulltrúi Íslenska sendiráðsins í Beijing og fyrrum formaður KÍM, hefur ritað bókina: ,,Ninteen Seventy-Six”, sem var gefin út af Penguin China Special. Bókin fjallar um atburði ársins þegar Mao formaður lést en Ragnar var þá nýkominn til náms í Pekingháskóla.

Ragnar er einhver fjölfróðasti Íslendingur um kínversk málefni á þessari öld og sögu landsins.

Nineteen-Seventy-Six

Ragna_Hopmynd

Skýrsla Kím 2015-16

Skýrsla um starf Kínversk-íslenska menningarfélagsins
starfsárið 2015-16

Stjórn KÍM var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var á veitingastaðnum Tian í Reykjavík 9. nóvember 2015. Stjórnarfundir voru 7 á starfsárinu.

Sú ánægjulega breyting varð á starfi félagsins að efnt var til nokkurra funda auk kennslu í majiong-spilinu. Continue reading Skýrsla Kím 2015-16

Endalok Menningarbyltingarinnar Og Arfleifð Mao’s Formanns

Kínversk-íslenska menningarfélagið efnir til fundar miðvikudaginn 1. júní nk. kl. 20:00 í Kínasafni Unnar, Njálsgötu 33, en  um þetta leyti eru 50 ár síðan menningarbyltingunni var hrundið af stað.

Ragnar Baldursson, fyrsti sendiráðsfulltrúi íslenska sendiráðsins í Beijing og fyrrum formaður KÍM, flytur erindið Endalok Menningarbyltingarinnar og arfleifð Mao’s formanns.

Hann mun einnig kynna bók sína, Ninteen Seventy-Six, Penguin China Special sem fjallar um atburði ársins þegar Mao formaður lést
en Ragnar var þá nýkominn til náms í Pekingháskóla.

Ragnar er einhver fjölfróðasti Íslendingur um kínversk málefni á þessari öld og sögu landsins. Eru því allar líkur á að um skemmtilegt og fróðlegt erindi verði að ræða og áhugaverðar umræður að erindinu loknu.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Stjórn KÍM

Nineteen-Seventy-Six

Ragna_Hopmynd

Málstofa Um Seinni Heimsstyrjöldina í Kína

Föstudaginn 28. Ágúst 2015 var haldin málstofa um seinni heimsstyrjöldina í Kína í minningu þess að um þetta leyti voru liðin 70 ár frá því að Kínverjar unnu sigur á japanska innrásarhernum. Kínverska sendiráðið á Íslandi stóð að málstofunni ásamt Félagi Kínverja á Íslandi, Kínversk-íslenska menningarfélaginu og Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu. Málstofuna sóttu um 60 manns.

WP_2_WW2

Continue reading Málstofa Um Seinni Heimsstyrjöldina í Kína