Ræða Sendiherra Kína Vegna 70 ára Afmælis Kím

Speech of H.E. Ambassador He Rulong at the Symposium and Briefing Marking the 70th Anniversary of the Founding of KÍM
(13:00, November 29. House of Collections)

SendiherraDear Chairman Arnar Steinn Þorsteinsson, Ladies and gentlemen,

Welcome to the Symposium and Briefing marking the 70th anniversary of the founding of Kínverska Íslenska Menningarfélagið (KÍM)!
Continue reading Ræða Sendiherra Kína Vegna 70 ára Afmælis Kím

Fundargerð Aðalfundar Kím 1. Nóvember 2023

Aðalfundur KÍM 01. nóvember 2023 á veitingastaðnum Tian

70. starfsár Kínversk-Íslenska menningarfélagsins.
Fundarstjóri: G. Jökull Gíslason og Kristján Jónsson í kosningahluta fundarins

Fundur settur kl.18:15 og fundargestir 21 talsins.

Formaður KÍM, Kristján Jónsson, tekur til máls, setur fundinn og býður gesti velkomna.

1. Skýrsla formanns.
Formaður fór yfir starfsemi síðasta árs, og greindi frá því að fyrri formaður KÍM, Þorkell Ólafur Árnason, hefði sagt sig frá störfum vegna slæmrar heilsu og varaformaður þá tekið við. Kristján minnti á að þetta er 70. starfsár KÍM en það var stofnað árið 1953 og að félagið sé elsta starfandi menningarfélagið með tengsl við Kína.

Continue reading Fundargerð Aðalfundar Kím 1. Nóvember 2023

Hinn Fullkomni Tebolli

Teathöfn, taichi og qigong

Sunnudaginn 7. maí héldu KÍM og Konfúsíusarstofnun í samvinnu við Heilsudrekann heilsudag með kínverskri teathöfn og qigong við Skátaskálann á Lækjarbotnum. Skammt frá skálanum er bergvatnslind þar sem streymir fram hreint og tært drykkjarvatn, tilvalið til notkunar í tedrykkju. Þannig mætast hreint íslenskt vatn og hágæða kínversk telauf og úr verður hinn fullkomni tebolli. 

Continue reading Hinn Fullkomni Tebolli

Heilsudagur – Kínversk Teathöfn Með íslensku Bergvatni

 

Viðburður: Vatn úr bergvatnslind notað til að búa til te skv. kínverskri hefð. Íslenskt grænmeti og kínversk leikfimi.
Tími: Sunnudaginn 7. maí 2023 kl. 14:00.
Staður: Skátaskálinn Lækjabotnar.
Aðgangur: Ókeypis

Sunnudaginn 7. maí mun Kínversk-íslenska menningarfélagið (KÍM) og Konfúsíusarstofnun í samstarfi við Heilsudrekann bjóða gestum að njóta kyrrlátrar teathafnar og hugleiðslu á fallegum stað skammt frá Reykjavík. Ætlunin er að vera úti í náttúrunni við skátaskálann á Lækjarbotnum en hægt verður að fara inn í skálann ef rignir og til að nota salerni.  Þar sem ekki eru mjög mörg bílastæði í boði er best ef fólk sameinast í bíla. Við minnum líka á hlýjan og þægilegan fatnað. Continue reading Heilsudagur – Kínversk Teathöfn Með íslensku Bergvatni

Rót – Allt Sem þú þarft Að Vita Um Kína Og Meira Til

Lína Guðlaug Atladóttir mun fjalla um bókina RÓT sem hún skrifaði og gaf út nýlega (obs.is). Ævintýraleg nútímavæðing, hraður uppgangur Kína, útrásarvíkingar, ópíumsalar og teþjófar koma meðal annars við sögu.
Rot
Hún fjallar um breytingar frá keisarastjórn til kommúnistastjórnar, menningarmun, áskoranir og áhrifavalda.
Continue reading Rót – Allt Sem þú þarft Að Vita Um Kína Og Meira Til

The Asian Imaginary in Icelandic Society

The Asian Imaginary in Icelandic Society

The lecture is in English. 

An informal discussion with Wei Lin and Elizabeth Lay about their different perspectives of living in Iceland as a Chinese/Icelandic musician and a Chinese-American educational researcher, especially following the public criticism of the production of Madame Butterfly by the Icelandic Opera. The responses from the Asian community, the arts community, and the general public have exposed a difficult and complicated relationship between the acceptance of Asians in Iceland and (lack of) representation in the arts. They will share their experiences and impressions of how Icelandic institutions can create more inclusive environments to recognize the diversity of its population. Continue reading The Asian Imaginary in Icelandic Society

Fæðubótarefni úr íslenskum Sæbjúgum

Fyrirlestraröðin Snarl og spjall um Kína heldur áfram og næsta fyrirlestur flytur Sandra Yunhong She, eigandi Arctic Star ehf. (www.arcticstar.is).  Fyrirtækið var stofnað árið 2008 og hefur sérhæft sig í þróun á fæðubótarefnum með framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða heilsuvörum um allan heim. Á kínversku eru sæbjúgu kölluð “Haishen” sem þýðir “ginseng hafsins”, enda innihalda þau fjöldan allan af gagnlegum efnum.
sæbjúga
Continue reading Fæðubótarefni úr íslenskum Sæbjúgum

Kínversk Læknisfræði

Fimmtudaginn 16. febrúar hófst fyrirlestraröðin Snarl og spjall um Kína á ný eftir þó nokkuð langt hlé. Fyrsti fyrirlesari var Minghai Hu, nálastungulæknir, sem fjallaði um hefðbundna kínverska læknisfræði (Traditional Chinese medicine). Hann sagði frá hugmyndafræði hennar, sögu, greiningaraðferðum og öllum helstu meðferðum, svo sem nálastungum og lyfjum sem m.a. eru unnin úr plöntum og skordýrum. Hann fjallaði einnig um notkun á nálastungu sem meðferð við þunglyndi hérlendis sem gefist hefur vel. Meðferðis hafði hann nálar í pakkningum sem gestir fengu að skoða, til að sjá mismunandi stærðir og gerðir nálanna sem hann notar.  Continue reading Kínversk Læknisfræði

Kínversk Læknisfræði – Chinese Medicine

Kínversk læknisfræði 

The lecture is in English. See information in English below.

Minghai Hu, nálastungulæknir, mun fjalla um kínverska læknisfræði. Hann er menntaður frá Tianjin University of Traditional Chinese Medicine og kenndi þar sem dósent. Samhliða kennslu starfaði hann á spítala sem nálastungulæknir. Hérlendis starfaði hann hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og er núna með stofu í Reykjavík.
Continue reading Kínversk Læknisfræði – Chinese Medicine