Kína og seinni heimsstyrjöldin Gísli Jökull Gíslason
Fimmtudaginn 22. mars hélt Gísli Jökull Gíslason fyrirlestur um Kína og seinni heimstyrjöldina.
Gísli Jökull Gíslason er höfundur bókarinnar Föðurlandsstríðið mikla og María Mitrofanova og hefur kennt námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um þetta efni.Continue reading Kína Og Seinni Heimstyrjöldin→
Kína og seinni heimsstyrjöldin Það ku vera fallegt í Kína
Kína var annað stærsta átakasvæði seinni heimstyrjaldarinnar. Japanir höfðu hafið innrás í Kína 1932 og það braust út allsherjarstríð 1937. Tug milljónir mannslífa áttu eftir að tapast og eyðileggingin var gífurleg. Átökin í Kína höfðu síðan veruleg áhrif og leiddu til árásar Japana á Perluhöfn. Þrátt fyrir það er lítið vitað um þessi átök á vesturlöndum. Continue reading Kína Og Seinni Heimsstyrjöldin – Auglýsing→
Það ku vera fallegt í Kína Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur
Unnur Guðjónsdóttir rekur Kínaklúbb Unnar og hefur í yfir þrjátíu ár farið með Íslendinga í ferðir til Kína þar sem hún kynnir menningu landsins til sveita og borga. Auk Kínaklúbbsins rekur hún Kínasafn að Njálsgötu 33B og má þar líta ótrúlegt úrval fallegra og merkra muni frá Kínaveldi. Continue reading Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur→
Föstudaginn 16. febrúar héldu Íslensk-kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) og Kínversk-íslenska Menningarfélagið (KÍM) upp á kínverska nýárið á veitingastaðnum Fönix.
Heiðursgestir voru nýr sendiherra Kína Jin Zhijian og eiginkona hans He Linyun. Jin Zhijian var hér áður á árunum 1988 – 1991 og er fyrsti sendiherrann frá Kína sem talar íslensku. Ársæll Harðarson formaður ÍKV hélt opnunarræðu og Guðrún Mar. Þrastardóttir formaður KÍM fylgdi á eftir og kynnti starfið framundan.Continue reading Nýárshátið Kím Og íkv 2018→
Það ku vera fallegt í Kína Snarl og spjall um Kína
Kínversk-íslenska menningarfélagið stendur fyrir mánaðarlegum viðburðum þar sem fólk sem hefur áhuga á Kína getur hist, spjallað saman og hlustað á fjölbreytta fyrirlestra um Kína. Boðið verður upp á súpu og te á undan og lagt upp með að hafa þetta heimilislegt og afslappað.Continue reading það Ku Vera Fallegt í Kína→
Í tilefni af kínversku áramótunum munu Kínversk-íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið fagna ári hundsins föstudaginn 16. febrúar kl. 19.00 á veitingahúsinu Fönix, Bíldshöfða 12, 108 Reykjavík. Nýárskvöldverður KÍM og ÍKV er orðinn árviss viðburður. Borðhaldið hefst kl. 19.30.Continue reading Nýárskvöldverður Vegna ár Hundsins 2018→
Mánudaginn 29. janúar kom hingað til lands Jin Zhijian nýskipaður sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins hér á landi ásamt eiginkonu sinni He Linyun.Continue reading Jin Zhijian Nýr Sendiherra Kína→
Alþjóðleg myndlistarsamkeppni og sýning í Kína í júlí 2018
Alþjóðleg myndlistarsamkeppni barna og sýning verður haldin í borginni Tianjin í Kína í júlí 2018.
Samkeppnin verður haldin á vegum Vináttustofnunar Kína við erlend ríki og borgaryfirvalda í Tianjin.
Á hátíðinni verða veitt verðlaun fyrir bestu myndirnar. Skipulagsnefnd hátíðarinnar býður börnum frá öllum heimshornum að taka þátt í þessari myndlistarsamkeppni.
Veitt verða gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir bestu verkin. Sýningin mun standa yfir í 8 daga. Bestu verkin verða síðan gefin út í myndabók og munu eintök af bókinni verða send til Sameinuðu þjóðanna, allra ríkisstjórna og allra erlendra sendiráða í Kína.Continue reading Alþjóðleg Myndlistarsamkeppni Og Sýning í Kína í Júlí 2018→