Föstudaginn 16. febrúar héldu Íslensk-kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) og Kínversk-íslenska Menningarfélagið (KÍM) upp á kínverska nýárið á veitingastaðnum Fönix.
Heiðursgestir voru nýr sendiherra Kína Jin Zhijian og eiginkona hans He Linyun. Jin Zhijian var hér áður á árunum 1988 – 1991 og er fyrsti sendiherrann frá Kína sem talar íslensku. Ársæll Harðarson formaður ÍKV hélt opnunarræðu og Guðrún Mar. Þrastardóttir formaður KÍM fylgdi á eftir og kynnti starfið framundan.Continue reading Nýárshátið Kím Og íkv 2018→
Það ku vera fallegt í Kína Snarl og spjall um Kína
Kínversk-íslenska menningarfélagið stendur fyrir mánaðarlegum viðburðum þar sem fólk sem hefur áhuga á Kína getur hist, spjallað saman og hlustað á fjölbreytta fyrirlestra um Kína. Boðið verður upp á súpu og te á undan og lagt upp með að hafa þetta heimilislegt og afslappað.Continue reading það Ku Vera Fallegt í Kína→
Í tilefni af kínversku áramótunum munu Kínversk-íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið fagna ári hundsins föstudaginn 16. febrúar kl. 19.00 á veitingahúsinu Fönix, Bíldshöfða 12, 108 Reykjavík. Nýárskvöldverður KÍM og ÍKV er orðinn árviss viðburður. Borðhaldið hefst kl. 19.30.Continue reading Nýárskvöldverður Vegna ár Hundsins 2018→
Mánudaginn 29. janúar kom hingað til lands Jin Zhijian nýskipaður sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins hér á landi ásamt eiginkonu sinni He Linyun.Continue reading Jin Zhijian Nýr Sendiherra Kína→
Alþjóðleg myndlistarsamkeppni og sýning í Kína í júlí 2018
Alþjóðleg myndlistarsamkeppni barna og sýning verður haldin í borginni Tianjin í Kína í júlí 2018.
Samkeppnin verður haldin á vegum Vináttustofnunar Kína við erlend ríki og borgaryfirvalda í Tianjin.
Á hátíðinni verða veitt verðlaun fyrir bestu myndirnar. Skipulagsnefnd hátíðarinnar býður börnum frá öllum heimshornum að taka þátt í þessari myndlistarsamkeppni.
Veitt verða gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir bestu verkin. Sýningin mun standa yfir í 8 daga. Bestu verkin verða síðan gefin út í myndabók og munu eintök af bókinni verða send til Sameinuðu þjóðanna, allra ríkisstjórna og allra erlendra sendiráða í Kína.Continue reading Alþjóðleg Myndlistarsamkeppni Og Sýning í Kína í Júlí 2018→
Langar þig að fara til Kína ? Þátttaka íslenskra ungmenna í alþjóðlegri listahátíð í Tianjin 27.-31. júlí 2018
Auglýst er eftir einstaklingum eða hópi ungmenna á aldrinum 13 – 18 ára til að taka þátt í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína dagana 27. -31. júlí 2018.
Aðalfundur Kím 17. október 2017 á veitingastaðnum Tian við Grensásveg
64. starfsár Kínversk-Íslenska menningarfélagsins. Fundarstjóri: Kristján Jónsson og Magnús Björnsson í kosningahluta fundarins. Fundarritari: Þorgerður Anna Björnsdóttir. Fundur settur kl.18:10 og fundargestir 32 talsins.Continue reading Aðalfundur 2017→
Mánudaginn 23 október var útvarpað viðtali Óðins Jónssonar við Arnþór Helgason, vináttusendiherra, sem nýlega lét af formennsku Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Farið var vítt og breitt um sviðið.