Föstudaginn 28. Ágúst 2015 var haldin málstofa um seinni heimsstyrjöldina í Kína í minningu þess að um þetta leyti voru liðin 70 ár frá því að Kínverjar unnu sigur á japanska innrásarhernum. Kínverska sendiráðið á Íslandi stóð að málstofunni ásamt Félagi Kínverja á Íslandi, Kínversk-íslenska menningarfélaginu og Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu. Málstofuna sóttu um 60 manns.
Daily Archives: September 8, 2015
Kínverska Forsetafrúin Söng á íslensku árið 1980
Árið 1980 kom hingað þjóðleg hljómsveit frá Kína. Kím annaðist móttöku hennar ásamt Karlakór Reykjavíkur, en hann hafði farið til Kína árið áður.

Continue reading Kínverska Forsetafrúin Söng á íslensku árið 1980
50 ára Afmælishátíð Kím
Sunnudaginn 23. nóvember var efnt til hátíðarsamkomu í Norræna húsinu. Á eftir voru veitingar í boði félagsins og sýning á flugdrekunum. Fjölmörg atriði voru á dagskrá.
Ávörp fluttu Arnþór Helgason, formaður Kím og Chen Haosu, formaður kínversku vináttusamtakanna. Fjöldi atriða var á dagskrá. Hátíðina sóttu um 200 manns. Continue reading 50 ára Afmælishátíð Kím
Flugdrekahátíð á Valhúsahæð
Haustið 2003 voru liðin 50 ár frá stofnun Kím. Í tilefni þess kom hingað sendinefnd frá Vináttusamtökum kínversku þjóðarinnar við erlend ríki. Formaður hennar var Chen Haosu, forseti samtakanna. Auk þess að halda upp á afmælið hittu nefndarmenn forseta Íslands og fulltrúa Félagsmálaráðuneytisins, en Kínverjum lék hugur á að forvitnast um félagslega aðstoð á Íslandi.

Listfimleikaflokkur Frá Tianjin á íslandi
Eftir að Kínverska alþýðulýðveldið heimti sæti sitt hjá Sameinuðu þjóðunum og þeim ríkjum fjölgaði sem tóku upp stjórnmálasamband við landið tóku Kínverjar að senda margs konar íþrótta- og listahópa til Vesturlanda. Kím hafði tekið á móti tónlistarhópi Uighura frá Xinjiang árið 1954 og Peking-óperunni árið eftir í samvinnu við Þjóðleikhúsið
Continue reading Listfimleikaflokkur Frá Tianjin á íslandi
Nefnd Frá Huangpu Kynnir Sér Endurgerð Gamalla Bygginga
Sunnudaginn 9. ágúst kom hingað til lands 6 manna sendinefnd frá Huangpu-hverfi í Shanghai. Nefndin hefur verið á ferð um Evrópu að kynna sér endurgerð gamalla bygginga. Huangpu er í hinum svo kallaða Evrópuhluta Shanghai og þar er fjöldi gamalla húsa frá þeim tíma að Evrópumenn réðu lofum og lögum í borginni.
Erindi nefndarmanna var að kynna sér viðhald og endurgerð ásamt húsafriðun. Continue reading Nefnd Frá Huangpu Kynnir Sér Endurgerð Gamalla Bygginga