Hvað er líkt með Íslendingum og Kínverjum Margrét Reynisdóttir
Erindi Margrétar er byggt á nýrri bók sem hún er höfundur að Cultural Impact on Service Quality – Hospitality Tips for Effective Communication with Tourists (2019). Markmiðið er að skoða bæði hvað rannsóknir og reynslan hérlendis sýnir að einkenni ferðamenn frá Kína. Einnig hvað Íslendingar og Kínverjar eiga sameiginlegt. Continue reading ólík Menning Og þjónusta?→
Pétur Yang Li hefur starfað sem viðskiptafulltrúi í 21 ár hjá sendiráði Íslands í Kína. Hann mun fjalla um skilning sinn á mörgum sögusögnum um þróun efnahags í Kína og einnig viðskipta þess við Ísland m.a. verslun, ferðaþjónustu og fjárfestingar. – Hann flytur erindið á ensku. Continue reading Kína Og Viðskipti Við ísland→
Fimmtudaginn 16.maí var síðasti viðburður fyrirlestraraðarinnar Snarl og spjall haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, en gert er ráð fyrir að halda mánaðarlegum viðburðunum áfram í haust.
Hu Yuanming, oft kallaður Ming, kom og sagði frá menningarmun Íslands og Kína út frá sinni reynslu, en hann hefur verið búsettur á Íslandi í 10 ár. Hann hefur lokið háskólagráðum í kennslufræðum bæði í Kína og við Háskóla Íslands og hefur mikinn áhuga á menningu landanna. Á Íslandi hefur hann meðal annars starfað við kínverskukennslu og leiðsögn kínverskra ferðamanna.Continue reading Lífið á Bingdao→
Tækifæri og áskoranir fyrir íslensku ferðaþjónustuna á kínverska markaðnum Arnar Steinn Þorsteinsson
Arnar Steinn Þorsteinsson er sölustjóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Nonna Travel og hefur starfað á Kínamarkaði síðan árið 2006. Sama ár lauk hann BA gráðu í kínversku frá Zhongshan háskólanum í Guangzhou í Kína þar sem hann bjó í 5 ár við nám, störf og leik.
Á fyrirlestrinum mun hann fjalla um þá þróun sem hefur átt sér stað í komu kínverska ferðamanna til Íslands síðasta rúma áratuginn, hvaða áskoranir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir í dag, hvaða tækifæri eru til staðar og hvernig hægt er að nýta sér þau. Continue reading Ferðaþjónusta Fyrir Kínverja→
Að taka á móti 90 þúsund kínverskum ferðamönnum Danielle Neben
Erindið flutt á ensku – Lecture in English.
Árið 2018 komu næstum 90.000 kínverskir ferðamenn til landsins. Samkvæmt framtíðarspám mun fjöldinn halda áfram að aukast með hugsanlegu beinu flugi frá Kína og auknum fjölda Kínverja með vegabréf. Í dag eru aðeins um 10% kínversku þjóðarinnar með vegabréf – um 100 milljón manns. Margir hafa hug á því að ferðast til einstakra áfangastaða eins og til Íslands.
Rannsóknir sýna að þegar Kínverjar ferðast erlendis eyða þér háum fjárhæðum til gjafakaupa, í dagsferðir og á veitingastöðum. Þetta er nýr hluti markaðarins innan ferðamannabransans.
Danielle Neben, markaðsstjóri ePassi á Íslandi, mun fjalla um hvernig best sé að taka vel á móti kínverskum ferðamönnum á Íslandi. Umræðuefni hennar snýr að markaðssetningu, farsímagreiðslum og kínverskri menningu.Continue reading Kínverskir Ferðamenn→
Í tilefni af kínversku áramótunum munu Kínversk-íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið fagna ári svínsins þriðjudaginn 5. febrúar kl. 19.00 á Veitingahúsinu Sjanghæ, Reykjavíkurvegi 74 í Hafnarfirði. Nýárskvöldverður KÍM og ÍKV er orðinn árviss viðburður. Borðhaldið hefst kl. 19.30. Þeir sem eru ekki í félögunum geta einnig komið.
Yabei Hu flytur erindi á ensku sem heitir “The 6 teas of China” og fjallar um hinar 6 mismunandi tegundir af te sem til eru, frægar tegundir af hverri tegund, hvað er te og hvað er ekki te, hvernig er te ræktað og unnið. Hvar eru þau ræktuð. Hvernig á að þekkja gott te og boðið verður upp á að smakka þessar 6 tegundir.
Konfúsíusarstofnun býður í samstarfi við Kínverska sendiráðið gesti velkomna á kínverska nýárshátíð í Hörpuhorni á 2.hæð, laugardaginn 26.janúar kl. 14:00-16:30.
Helgi Steinar Gunnlaugsson mun segja frá uppistandi hans og félaga í Kína og ráðgjafafyrirtæki hans Kínversk Ráðgjöf sem m.a. hefur rannsakað útflutningsmöguleika fyrir íslenskan landbúnað í Kína. Helgi hefur túlkað fyrir kínverskar stórstjörnur sem komið hafa hingað landsins til að taka upp bíómyndir eins og Jing Tian (Great Wall) og Winston Chow (Meg). Hann er með BA gráðu í kínverskum fræðum frá H.Í. og mastersgráðu í Alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Peking. Mastersritgerðin fjallar um Fríverslunarsamninginn á milli Íslands og Kína og Nubo málið á Grímsstöðum. Continue reading Grínað í Kína→
Öflugur bókaþýðandi Kínverji kallar sig Halldór í höfuðið á nóbelsskáldinu
Halldór Xinyu Zhang hefur verið iðinn við að þýða íslenskar bókmenntir á kínversku. Fyrsta þýðing hans kom út í Kína 2017, fyrir skömmu bættust tvær bækur í safnið, fjórar eru væntanlegar síðar á þessu ári og fleiri eru í farvatninu.Continue reading öflugur Bókaþýðandi→