All posts by Kristjan H Kristjansson

Skýrsla Formanns Og Stjórnar 2017-2018

Skýrsla formanns og stjórnar Kínversk-íslenska menningarfélagsins fyrir starfsárið 2017-2018
Gudrún

Stjórn Kínversk-íslenska menningarfélagsins var kjörin á aðalfundi 17. október 2017. Formaður er Guðrún Margrét Þrastardóttir og varaformaður Kristján Jónsson. Meðstjórnendur eru Edda Kristjánsdóttir, gjaldkeri félagsins, Gísli Jökull Gíslason og Guðrún Edda Pálsdóttir, ritari. Í varastjórn eru Kristján H. Kristjánsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þorgerður Anna Björnsdóttir. Í starfsnefnd voru kjörnir, Gunnar Halldór Gunnarsson formaður, Arnþór Helgason varaformaður, Þorkell Ólafur Árnason, Brynhildur Magnúsdóttir, Gunnar Örvarsson, Katrín Ákadóttir og Hinrik Hólmfríðar-og Ólason. Continue reading Skýrsla Formanns Og Stjórnar 2017-2018

Byggjum Bjartari Framtíð í Samskiptum Kína Og íslands

Byggjum bjartari framtíð í samskiptum Kína og Íslands
Jin Zhijian sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins

Sendiherra

Í dag, 1. október, eru liðin 69 ár frá stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Eftir stofnun nýja Kína, sérstaklega á síðustu 40 árum umbóta og opnunar, hafa átt sér stað gríðarmiklar breytingar í Kína. Kína er nú annað stærsta efnahagsveldi heimsins og stærsta heimsviðskiptaríkið og tekur af ábyrgð aukinn þátt í alþjóðasamfélaginu sem stórveldi. Continue reading Byggjum Bjartari Framtíð í Samskiptum Kína Og íslands

Wugulun Kungfu-skólinn í Henan

Upplifun af Wugulun kungfu-skóla í Henan
Snarl og spjall um Kína haustið 2018

Joanna Kraciuk, nemi í kínverskum fræðum og tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir frá upplifun sinni af Wugulun-kungfu skóla í Henan-héraði í suðursveit Kína, en þetta er í þriðja sinn sem hún dvaldist þar við æfingar. Þar er iðkað kungfu með mikila áhersla á hugleiðslu. Hún á ættir að rekja til Póllands en talar íslensku eins og innfæddir. Auk pólsku og íslensku talar hún líka ensku, norsku og kínversku og hefur ferðast víða. Continue reading Wugulun Kungfu-skólinn í Henan

Snarl Og Spjall Um Jarðfræði Kína

Snarl og spjall um jarðfræði Kína
Brynhildur Magnúsdóttir jarðfræðingur

Fimmtudaginn 19. September 2018 hélt Brynhildur Magnúsdóttir fyrirlestur um jarðfræði Kína í Veröld, húsi Vigdísar, en áður fengu gestir veitingar og spjölluðu saman. Þessir mánaðarlegir viðburðir  eru samstarfsverkefni Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa, sem býður upp á ókeypis veitingar. Spjall Continue reading Snarl Og Spjall Um Jarðfræði Kína

Jarðfræði Kína

Kína býr yfir miklum jarðfræðilegum fjölbreytileika, gríðarlega langri jarðsögu og fallegu landslagi sem m.a. var fyrirmyndin af fljótandi klettum í kvikmyndinni Avatar. Brynhildur Magnúsdóttir, jarðfræðingur og jarðfræðikennari við Landbúnaðarháskóla Íslands mun flytja erindi á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa, sem býður einnig upp á ókeypis veitingar. Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 13. september kl. 17:30 – í stofu VHV-007, sem er í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Fyrst geta gestir spjallað saman og fengið sér veitingar en síðan er fyrirlesturinn sem miðað er við að taki um 30-40 mínútur.
Continue reading Jarðfræði Kína

það Ku Vera Fallegt í Kína

Það ku vera fallegt í Kína
Snarl og spjall um Kína haustið 2018

Kínversk-íslenska menningarfélagið og Konfúsíusarstofnunin Norðurljós standa fyrir mánaðarlegum viðburðum þar sem gestum er boðið að hittast, spjalla saman og hlusta á fjölbreytta fyrirlestra tengdum Kína. Viðburðirnir verða í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Fyrst er boðið upp á léttar veitingar í boði Konfúsíusarstofnunar kl. 17:30 og síðan hefst fyrirlestur dagsins, sem miðað er við að taki um 30-40 mínútur.

Viðburðirnir eru ókeypis og allir velkomnir. Continue reading það Ku Vera Fallegt í Kína

ókeypis Tónleikar þulu

Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu

Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu verða haldnir í Kínverska sendiráðinu að Bríetartúni 1, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 19. júlí kl. 19:00 og boðið verður upp á léttar veitingar.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur en nauðsynlegt að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: kim@kim.is . Ekki þarf að framvísa boðsmiðanum.
Þula
Continue reading ókeypis Tónleikar þulu

Kínverskukennsla

Kínverskukennsla
Þorgerður Anna Björnsdóttir

Það getur virst mjög erfitt fyrir fullorðna að læra kínversku en etv. mun auðveldara og skemmtilegra ef notaðar eru sömu aðferðir og Þorgerður Anna notar til þess að kenna litlum börnum. Hún hefur mjög lifandi og skemmtilega framkomu þannig að hún er ansi góð kennslukona. Þegar tungumál eru kennd í skólum er oft lögð mikla áherslu á málfræði og stafsetningu, en í kínversku eru notuð tákn og framburður skiptir miklu máli. Ef fullorðnir læra grunnatriði eins og Þorgerður Anna kennir þau þá geta þeir seinna fengist við flóknari atriði eins og setningarfræði.
Continue reading Kínverskukennsla