Category Archives: Fundir

Kína Og Málefni Norðurslóða

Kína og málefni norðurslóða
Egill Þór Níelsson

Áhugi Kína á málefnum norðurslóða hefur stóraukist á undanförnum árum. Egill Þór Níelsson var við Heimskautastofnun Kína síðastliðin átta ár og fylgdist með þróun mála frá fyrstu hendi. Í erindi sínu greinir hann frá þátttöku sinni í leiðangri ísbrjótsins Snædrekans frá Kína til Íslands í gegnum N-Íshafið sumarið 2012, stofnun og starfsemi kínversk-norrænu norðurslóðamiðstöðvarinnar frá 2013 og setur þá reynslu í víðara samhengi við þátttöku Kína á norðurslóðum í vísindalegu samstarfi og alþjóðaviðskiptum með tilliti til breyttrar heimsmyndar.
Snarl og spjall um Kína
Egill Þór Níelsson er sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís og vinnur að doktorsverkefni um samskipti Kína og Norðurlandanna um málefni norðurslóða við Háskóla Íslands og Lapplandsháskóla. Continue reading Kína Og Málefni Norðurslóða

Konfúsíanismi í Kína Samtímans

Afturganga, endurfæðing eða dauður bókstafur?
Geir Sigurðsson, PhD.

Eftir að hafa verið menningarlegur grundvöllur kínverska keisaraveldisins nær óslitið í yfir 2000 ár átti konfúsíanismi sér fáa málsvara í Kína á fyrstu áratugum 20. aldar. Honum var hafnað af allflestum menntamönnum sem einni meginorsök hnignunar Kínaveldis gagnvart evrópsku nýlenduveldunum á 17.-19. öld og fulltrúa óafturkræfrar og óæskilegrar fortíðar. En áður en 20. öldin var öll tóku bæði menntamenn og sósíalísk yfirvöld aftur til við að hampa konfúsíanisma sem ákjósanlegri heimspeki til að leiða kínverskt samfélag inn í hina 21. Hvernig stóð á þessum róttæku umskiptum í garð hugmyndafræði sem kommúnistar kenndu jafnan við spillingu og afturhald? Hver er staða konfúsíanisma í Kína samtímans og hvers kyns hlutverki skyldu kínversk yfirvöld gera ráð fyrir að hann muni gegna í framtíðinni?
Geir
Continue reading Konfúsíanismi í Kína Samtímans

Lífið á Bingdao

Lífið á Bingdao
Hu Yuanming (Ming)

Fimmtudaginn 16.maí var síðasti viðburður fyrirlestraraðarinnar Snarl og spjall haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, en gert er ráð fyrir að halda mánaðarlegum viðburðunum áfram í haust.

Hu Yuanming, oft kallaður Ming, kom og sagði frá menningarmun Íslands og Kína út frá sinni reynslu, en hann hefur verið búsettur á Íslandi í 10 ár. Hann hefur lokið háskólagráðum í kennslufræðum bæði í Kína og við Háskóla Íslands og hefur mikinn áhuga á menningu landanna. Á Íslandi hefur hann meðal annars starfað við kínverskukennslu og leiðsögn kínverskra ferðamanna. Continue reading Lífið á Bingdao

Ferðaþjónusta Fyrir Kínverja

Tækifæri og áskoranir fyrir íslensku ferðaþjónustuna á kínverska markaðnum
Arnar Steinn Þorsteinsson

Arnar Steinn Þorsteinsson er sölustjóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Nonna Travel og hefur starfað á Kínamarkaði síðan árið 2006. Sama ár lauk hann BA gráðu í kínversku frá Zhongshan háskólanum í Guangzhou í Kína þar sem hann bjó í 5 ár við nám, störf og leik.

Á fyrirlestrinum mun hann fjalla um þá þróun sem hefur átt sér stað í komu kínverska ferðamanna til Íslands síðasta rúma áratuginn, hvaða áskoranir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir í dag, hvaða tækifæri eru til staðar og hvernig hægt er að nýta sér þau. Continue reading Ferðaþjónusta Fyrir Kínverja

Kínverji Fjallar Um íslenskar Bókmenntir

Kínverji fjallar um íslenskar bókmenntir
Halldór Xinyu Zhang

Halldór Xinyu Zhang, þýðandi og meistaranemi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands fjallar um þýðingar en hann þýddi meðal annars bækurnar Hundadaga og Riddara hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson á kínversku og hlaut þýðing hans á Hundadögum bókmenntaverðlaun í Kína. Halldór hefur einnig þýtt bókina Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur og nýlega kom út smásagnasafn sem hefur að geyma þýðingar hans á sex smásögum eftir Svövu Jakobsdóttur, Steinunni Sigurðardóttur, Braga Ólafsson, Gyrði Elíasson, Jón Kalmann Stefánsson og Kristínu Eiríksdóttur.  Continue reading Kínverji Fjallar Um íslenskar Bókmenntir

Skýrsla Formanns Og Stjórnar 2017-2018

Skýrsla formanns og stjórnar Kínversk-íslenska menningarfélagsins fyrir starfsárið 2017-2018
Gudrún

Stjórn Kínversk-íslenska menningarfélagsins var kjörin á aðalfundi 17. október 2017. Formaður er Guðrún Margrét Þrastardóttir og varaformaður Kristján Jónsson. Meðstjórnendur eru Edda Kristjánsdóttir, gjaldkeri félagsins, Gísli Jökull Gíslason og Guðrún Edda Pálsdóttir, ritari. Í varastjórn eru Kristján H. Kristjánsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þorgerður Anna Björnsdóttir. Í starfsnefnd voru kjörnir, Gunnar Halldór Gunnarsson formaður, Arnþór Helgason varaformaður, Þorkell Ólafur Árnason, Brynhildur Magnúsdóttir, Gunnar Örvarsson, Katrín Ákadóttir og Hinrik Hólmfríðar-og Ólason. Continue reading Skýrsla Formanns Og Stjórnar 2017-2018

Wugulun Kungfu-skólinn í Henan

Upplifun af Wugulun kungfu-skóla í Henan
Snarl og spjall um Kína haustið 2018

Joanna Kraciuk, nemi í kínverskum fræðum og tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir frá upplifun sinni af Wugulun-kungfu skóla í Henan-héraði í suðursveit Kína, en þetta er í þriðja sinn sem hún dvaldist þar við æfingar. Þar er iðkað kungfu með mikila áhersla á hugleiðslu. Hún á ættir að rekja til Póllands en talar íslensku eins og innfæddir. Auk pólsku og íslensku talar hún líka ensku, norsku og kínversku og hefur ferðast víða. Continue reading Wugulun Kungfu-skólinn í Henan

Snarl Og Spjall Um Jarðfræði Kína

Snarl og spjall um jarðfræði Kína
Brynhildur Magnúsdóttir jarðfræðingur

Fimmtudaginn 19. September 2018 hélt Brynhildur Magnúsdóttir fyrirlestur um jarðfræði Kína í Veröld, húsi Vigdísar, en áður fengu gestir veitingar og spjölluðu saman. Þessir mánaðarlegir viðburðir  eru samstarfsverkefni Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa, sem býður upp á ókeypis veitingar. Spjall Continue reading Snarl Og Spjall Um Jarðfræði Kína