Fimmtudaginn 16. febrúar hófst fyrirlestraröðin Snarl og spjall um Kína á ný eftir þó nokkuð langt hlé. Fyrsti fyrirlesari var Minghai Hu, nálastungulæknir, sem fjallaði um hefðbundna kínverska læknisfræði (Traditional Chinese medicine). Hann sagði frá hugmyndafræði hennar, sögu, greiningaraðferðum og öllum helstu meðferðum, svo sem nálastungum og lyfjum sem m.a. eru unnin úr plöntum og skordýrum. Hann fjallaði einnig um notkun á nálastungu sem meðferð við þunglyndi hérlendis sem gefist hefur vel. Meðferðis hafði hann nálar í pakkningum sem gestir fengu að skoða, til að sjá mismunandi stærðir og gerðir nálanna sem hann notar. Continue reading Kínversk Læknisfræði
Category Archives: Heimspeki
Chinese Folk Culture
Chinese Folk Culture
Thoughts On A Popular Idiom Dragon Soaring and Tiger Leaping
Huimin Qi
The lecture is in English
Long teng hu yue (龙腾虎跃)is a Chinese idiom. Its literal translation is “dragon soaring and tiger leaping”. Why is this an idiom that Chinese people like so much, and what does it have to do with the daily life of Chinese people? The dragon and the tiger both have a very deep meaning within Chinese culture. This lecture will explain the meaning of the idiom in Chinese life through Chinese folklore cultures. Continue reading Chinese Folk Culture
Framandi Veröld
Edda Kristjánsdóttir
Ég hélt til Kína til náms haustið 1978. Fyrsta árið stundaði ég nám í kínversku. Kennslan var mjög stíf en árangursrík þannig að eftir fyrsta árið gat ég bjargað mér nokkuð vel á kínversku. Eftir þetta fyrsta ár fluttist ég yfir í Beijingháskólann og hóf nám í heimspekideild sem tók fjögur ár. Kunnáttan í kínverskunni sem ég hafði aflað mér á fyrsta árinu dugði þó skammt í kennslustundum til að byrja með þar sem umræðuefnin og orðaforðinn var allt annar. Þetta hafðist þó samt allt saman með miklum uppflettingum í orðabókum.
Continue reading Framandi VeröldKonfúsíanismi í Kína Samtímans
Afturganga, endurfæðing eða dauður bókstafur?
Geir Sigurðsson, PhD.
Eftir að hafa verið menningarlegur grundvöllur kínverska keisaraveldisins nær óslitið í yfir 2000 ár átti konfúsíanismi sér fáa málsvara í Kína á fyrstu áratugum 20. aldar. Honum var hafnað af allflestum menntamönnum sem einni meginorsök hnignunar Kínaveldis gagnvart evrópsku nýlenduveldunum á 17.-19. öld og fulltrúa óafturkræfrar og óæskilegrar fortíðar. En áður en 20. öldin var öll tóku bæði menntamenn og sósíalísk yfirvöld aftur til við að hampa konfúsíanisma sem ákjósanlegri heimspeki til að leiða kínverskt samfélag inn í hina 21. Hvernig stóð á þessum róttæku umskiptum í garð hugmyndafræði sem kommúnistar kenndu jafnan við spillingu og afturhald? Hver er staða konfúsíanisma í Kína samtímans og hvers kyns hlutverki skyldu kínversk yfirvöld gera ráð fyrir að hann muni gegna í framtíðinni?
Continue reading Konfúsíanismi í Kína Samtímans
Hvað Geta íslendingar Lært Af Kínverjum?
Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Kínversk-íslenska menningarfélagið efndu til árlegs nýárskvöldverðar föstudaginn 3. febrúar síðastliðinn á veitingastaðnum Tian, en 3. febrúar bar upp á 7. dag árs hanans.
Sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, Zhang Weidong, flutti athyglisvert erindi um það hvað Íslendingar gætu lært af Kínverjum. Erindið var flutt á ensku með kínverskum tilvitnunum. Continue reading Hvað Geta íslendingar Lært Af Kínverjum?