Kínverji fjallar um íslenskar bókmenntir Halldór Xinyu Zhang
Halldór Xinyu Zhang, þýðandi og meistaranemi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands fjallar um þýðingar en hann þýddi meðal annars bækurnar Hundadaga og Riddara hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson á kínversku og hlaut þýðing hans á Hundadögum bókmenntaverðlaun í Kína. Halldór hefur einnig þýtt bókina Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur og nýlega kom út smásagnasafn sem hefur að geyma þýðingar hans á sex smásögum eftir Svövu Jakobsdóttur, Steinunni Sigurðardóttur, Braga Ólafsson, Gyrði Elíasson, Jón Kalmann Stefánsson og Kristínu Eiríksdóttur. Continue reading Kínverji Fjallar Um íslenskar Bókmenntir→
Þjóðlagasveitin Þula, sem skipuð er ungmennum á aldrinum 15-18 ára, tók þátt í listahátíð barna og ungmenna sem haldin var í borginni Tianjin í Kína dagana 27. – 31. júlí í sumar.Continue reading þjóðlagasveitin þula í Kína→
Það ku vera fallegt í Kína Snarl og spjall um Kína haustið 2018
Kínversk-íslenska menningarfélagið og Konfúsíusarstofnunin Norðurljós standa fyrir mánaðarlegum viðburðum þar sem gestum er boðið að hittast, spjalla saman og hlusta á fjölbreytta fyrirlestra tengdum Kína. Viðburðirnir verða í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Fyrst er boðið upp á léttar veitingar í boði Konfúsíusarstofnunar kl. 17:30 og síðan hefst fyrirlestur dagsins, sem miðað er við að taki um 30-40 mínútur.
Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu verða haldnir í Kínverska sendiráðinu að Bríetartúni 1, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 19. júlí kl. 19:00 og boðið verður upp á léttar veitingar.
Kínversk-íslenska menningarfélagið hefur valið þjóðlagasveitina Þula til þátttöku í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína 26.-31. júlí 2018.
Listahátíðin í Tianjin er hátíð sem haldin er sameiginlega af Vináttustofnun Kína við erlend ríki, Song Qingling sjóðnum og Borgarstjórn Tianjin borgar. Þema hátíðarinnar er friður, vinátta og framtíð. Hátíðin er gríðarstór og gert ráð fyrir þátttakendum frá allt að 100 löndum og verður gaman fyrir félagana í Þulu að taka þátt í svo fjölþjóðlegum menningarviðburði og það í Kína. Continue reading þula Fer Til Kína→
Alþjóðleg myndlistarsamkeppni og sýning í Kína í júlí 2018
Alþjóðleg myndlistarsamkeppni barna og sýning verður haldin í borginni Tianjin í Kína í júlí 2018.
Samkeppnin verður haldin á vegum Vináttustofnunar Kína við erlend ríki og borgaryfirvalda í Tianjin.
Á hátíðinni verða veitt verðlaun fyrir bestu myndirnar. Skipulagsnefnd hátíðarinnar býður börnum frá öllum heimshornum að taka þátt í þessari myndlistarsamkeppni.
Veitt verða gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir bestu verkin. Sýningin mun standa yfir í 8 daga. Bestu verkin verða síðan gefin út í myndabók og munu eintök af bókinni verða send til Sameinuðu þjóðanna, allra ríkisstjórna og allra erlendra sendiráða í Kína.Continue reading Alþjóðleg Myndlistarsamkeppni Og Sýning í Kína í Júlí 2018→
Langar þig að fara til Kína ? Þátttaka íslenskra ungmenna í alþjóðlegri listahátíð í Tianjin 27.-31. júlí 2018
Auglýst er eftir einstaklingum eða hópi ungmenna á aldrinum 13 – 18 ára til að taka þátt í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína dagana 27. -31. júlí 2018.
Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Kínversk-íslenska menningarfélagið efndu til árlegs nýárskvöldverðar föstudaginn 3. febrúar síðastliðinn á veitingastaðnum Tian, en 3. febrúar bar upp á 7. dag árs hanans.
Sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, Zhang Weidong, flutti athyglisvert erindi um það hvað Íslendingar gætu lært af Kínverjum. Erindið var flutt á ensku með kínverskum tilvitnunum. Continue reading Hvað Geta íslendingar Lært Af Kínverjum?→
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn stendur ásamt Kínverska
sendiráðinu, Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum og Kínversk íslenska menningarfélaginu fyrir fyrirlestraröð í hádeginu næstu þriðjudaga um samskipti Íslands og Kína. Fyrirlestraröðin tengist sýningu í Þjóðarbókhlöðu, sjá: https://landsbokasafn.is/index.php/news/977/56/KiNA-OG-iSLAND-samskipti-vinathjoda.
Flestir staðir heimsins eru á einhvern hátt frásagnaverðir en á sumum stöðum birtist saga mannkyns svo skýrt að hún getur setið fyrir á ljósmynd. Á ferðum sínum undanfarna áratugi hefur Einar Falur Ingólfsson elt uppi þessa staði. Hann myndar rústir Tvíburaturnanna á meðan enn rýkur úr þeim í september 2001. Hann siglir um Yangtze-fljót rétt áður en lokið var við stærsta mannvirki síðari alda, hina tröllauknu Þriggja gljúfra stíflu í Kína. Hann slæst í hóp milljóna manna sem elta augnablikið þegar líf þeirra sameinast eilífum undrum og hann fetar djúpt í iður jarðar í slóð námumanna sem skipta á blóði og silfri. Í einstöku samspili stórskemmtilegra frásagna og áhrifamikilla ljósmynda verður til svipmynd af heiminum á okkar dögum. Heimi án vegabréfs. Continue reading Bók Einars Fals M.a.um Kína→